Hér kemur smá grein um hljómsveitina 3 doors down sem er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.Flest af heimildum sem ég notaði voru á www.3doorsdown.com

Upphaflega voru aðeins 3 í hljómsveitinni (Brad Arnolds-söngur, Todd Harrell-bassi og Matt Roberts á gítar) þess vegna skírðu þeir hljómsveitina 3 doors down.. Þeir byrjuðu að spila á tónleikum og þá spiluðu þeir 1 lag með Metallica og 1 með Bush og síðan tvö lög með þeim sjálfum og þessi lög spiluðu þeir aftur og aftur á tónleikum. Nokkru síðar gekk svo Chris Henderson gítarleikari í hljómsveitina og þeir fengu studio trommara með sér á tónleikum.1997 gerðu þeir demo með nokkrum lögum til að selja á tónleikum og innan skamms fór útvarpsstöð í bænum að fá mikið af hringingum um að spila lagið Kryptonite og voru það aðallega kærustur og vinir strákanna sem hringdu inn og báðu um lagið, en eftir nokkurn tíma fóru fleiri að hringja inn og vildu heyra lagið.Þeir spiluðu mikið á tónleikum á þessum tíma og óvenju mikið af fólki mætti á tónleika hjá þeim meðað við að þeir voru ekki en komnir með plötusamning, síðan gerðist það eftir vel heppnaða tónleika í New York að Republic/Universal Records gerði samning við þá og þá tóku þeir upp diskinn The better life sem varð gríðarlega vinsæll og seldist í 6 milljónum eintaka um allan heim og 4 lög fóru í fyrsta sætiðl í Bandaríkjunum og það vinsælasta var lagið Kryptonite og síðan urðu lögin Loser, Duck and run, Life of my own og Be like that einnig vinsæl. Eftir tónleikaferðalag í langan tíma fóru þei aftur til heimabæjar síns sem er lítill bær í Mississippi og þar ætluðu þeir að slappa af en eftir aðeins 4 mánuði voru þeir búnir að leigja sér húsnæði sem þeir æfðu sig í 4 tíma á dag og þeir fóru að semja fullt af lögum og árangurinn varð nýji diskurinn Away from the sun sem inniheldur 12 lög. Þeir fengu Rick Parashar til að gera diskinn en hann hefur próduserað diska með t.d. Alice in chains og Pearl Jam. Brad Arnold segist hafa samið nánast alla textana á tónleikaferðalaginu og því séu þeir mikið um einmannaleika. Fyrsta smáskífan (When I am gone) fór strax í fyrsta sæti hjá flestum útvarpstöðvum og á Billboard listanum í Bandaríkjunum og var myndbandið við lagið einnig mjög vinsælt. Núna er nýtt myndband á leiðinni í spilun og er það við lagið The road I am on og einnig er trommarinn Daniel Adair genginn til liðs við hljómsveitina