Mig langað bara að vita hvad plötur hafa haft áhrif á líf ykkar og hvernig. Því margar verða fyrir svo miklum áhrifum þegar þeir heyra einhverskonar tónlist, svo mig langaði bara að vita hvada plötur það eru hjá ykkur sem svara.

En mínar eru:
5.Pixies - Surfer Rosa.
Þessi hljómsveit er ástæðan fyrir því að Nirvana er til. En þessi Plata er hreint út sagt ótrúleg hún hefur allt. Allt frá sko hröðu pönki og uppí há tyggjókúlurokk.

4. The Stone Roses - The Stone Roses.
Þessi plata var valinn besta plata aldarinnar af gagnrýnendum NME.
Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessari tónlistartegund sem þeir spila. Psychedelic rokk með 70´s riffum og 80´s Bítum. Þetta er ótrúleg plata sem hefur allt popp, rokk, þungarokk og dans rokk. ég mæli eindregið með því að allir tjékki á essari plötu. Hún þarfnast smá hlustunar but it´s worth the hard listening.

3. The Strokes - Is This It
Þetta er ein besta plata sem ég hef heyrt allt mitt líf. Þetta er eins og blanda af Iggy Pop and the Stooges og Television með smá blöndu af The Jam, Það er mitt mat allavega. Þessi plata hefur líka allt frá alveg hráu pönki upp í algjört tyggjókúlurokk.

2. Radiohead - O.K. Computer
Þetta er besta plata sem ég hef heyrt. Þetta er besta rokkhljómsveit dagsins í dag og ef ekki áratugarins 1990-2000.
Þetta er plata sem býður upp á alveg frábæra lagasmíði, texta til að deyja fyrir og nokkra sígilda slagara eins od Karma Police, Paranoid Android og No Surprises. Það eru samt ekki mín uppáhalds lög þau eru hins vegar: Climbing Up The Walls, Lucky og Exit Music.

1. Jeff Buckley - Grace
Þessi plata býður uppá allt. Bestu rödd allra tíma, Frábæra lagasmíð og svona einhverskonar Mystery. Svoldið þunglyndisleg en það gerir bara gott betra. Eftir mikla hlustun á þessa plötu fór ég mikið að hlusta á trúbadora eins Bob Dylan og Badly Drawn Boy og það leiddi út í P.J. Harvey og hún leiddi út í New York Senuna þar kynntist ég Interpo, og hef ekki hlustað á neitt annað síðan.


Endilega svariði þessari grein og segið frá þeim plötum sem hafa haft áhrif á ykkar líf