Hér er grein sem ég ákvað að senda inn vegna til að vekja athygi á hljómsveit sem ég er í. Á Íslandi er morandi af góðum hljómsveitum að spretta upp hér og þar og eru fullt af hugurum hér sem eru í hljómsveit.
Ég vona að þeir sem eru á huga og eru í hljómsveit sendi í kjölfarið sögu þeirra hljómsveita þar sem ég hef áhuga á að lesa um það (Ég veit að hér á huga eru meðlimir t.d. Pan, Ókind, lada sport og miklu fleirri)

Hvetjum íslenskt tónlsitar líf og ég vona að eftir mína grein komi aðarar skemmtilegar í kjölfarið.

En hér er saga hljómsveitarinnar giZmo.


9. áratugurinn .Þegar diskó var yfirráðandi á skemmistöðum landsins voru 5 ólíkir menn og 5 ólíkar konur að fara breyta heiminum. Þau pöruðu sig saman og eignuðust fimm heilbrigða stráka. En þá vissi eingin að þeir ættu eftir að breyta heiminum. Þessir strákar voru allir jafnt ólíkir og þeir voru margir. Þetta voru þeir Andreas Boysen, Eyþór Rúnar Eiríksson, Gunnar Már Jakobsson , Hlynur Hallgrímsson og Óttar Guðbjörn Birgisson
Árin líðu og þeir áttu eðlilegt líf og engin grunaði að þessir strákar voru framtíð heimsins. Það var ekki fyrr en í febrúar 2000 að örlögin kipptu í tauman, Andreas og Eyþór sem voru orðnir vinir þá ákvöðu að fara saman á svokallaða Rokksmiðju haldin að vegum Samfés. Þar kynntust þeir Sandgerðinginum Óttari. Örlögin öskruðu á þá og sögðu þeim að stofna Hljómsveit. Það gerðum við svo og var þá Óttar söngvari/gítarleikari, Eyþór gítarleikari, Andreas trommari og melur að nafni Nonni á bassa. Þeir æfðu í um 2 vikur í kjallara á Arnarnesinu í Garðabæ og mætti Nonni illa vegna sukks og svínarís eins og sönnum rokkara sæmir.
En bassaleikaralausir dóu þeir ekki ráðalausir, þeir hringdu í Hlyn sem einnig var á þessari margnefndu rokksmiðju og til gamans má geta að hann er frændi Eyþórs. Um þetta leyti var nafnið Slabb og spiluðu þeir þá cover-lög á böllum.
Eitthvað virtist vanta. Það var um verslunarmannahelgina 2001 að Óttar fór í sukkferð á bindindismótið í Galtalæk. Hann var eitthvað spila lag á gítarinn og syngja þegar ungur maður að nafni Gunnar gengur að honum og byrjar að syngja með. Þetta er eitt að örlagamerkjunum. Gunnar og Óttar byrja að flakka um allan Galtalæk syngjandi og spilandi eins og þeir höfðu þekkst í aldaraðir. Eftir Galtalæk skiptumst þeir ekki á númerum eða neitt, Óttar stal meira að segja gítarinum hans Gunnars.
Síðan seinna halda gizmo-menn að vaxa úr grasi og þurfa að fara í framhaldsskóla, Eyþór og Hlynur fara í Verzló á meðan Óttar fer í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Andreas í Iðnskólann í Hafnarfirði.
Fljótlega eftir fyrsta skóladaginn hringir Eyþór spenntur í Óttar og segir honum að það sé strákur með honum í bekk sem er allveg eins og þeir (það er að segja Eyþór og Óttar), að hann spilar á gítar, með sama tónlistarsmekk og syngu bilað vel.
Óttari þykir það bara töff og gerir ekkert mál úr því.
Seinna átti Slabb að fara að spila á tónleikum og voru þeir búnir að æfa Final Countdown með Europe. Og þar sem lagið er sungið himinhátt ákvöddu þeir að fá stelpu til að syngja. En áður en það var gert fékk Eyþór olnbogaskot frá örlögunum að stinga upp á Gunnari þar sem hann gat sungið himinhátt. Allir féllu á það og Gunnar kom á æfingu. Þá áttaði Gunnar og Óttar sig á því að þeir þekktust. Og stuttu eftir þennan örlagafund áttuðu Eyþór og Óttar að þeir þekktust frá skátamóti 1996 þegar þeir voru lúðar og áttu þeir mynd of eiginhandarárítun frá hvor öðrum. Þannig að allir voru nú tengdir og örlögin búinn að sameins þessa drengi sem voru “made in the 80´s”. Þ.e.a.s. Andreas og Eyþór voru æskuvinir, Hlynur og Eyþór frændur, Eyþór og Gunnar lentu saman í skóla, Óttar og Eyþór lentu saman í hóp á skátamóti 1996 og Óttar og Gunnar lentu á fyllerí saman 2001.
Eftir þessa vel heppnuðu tónleika þar sem Gunnar tók Final Countdown og rúllaðiu því fékk hann stöðu í hljómsveitinni sem söngvari. Nafnini var breytt í giZmo eftir lélegustu skellinöðrunni í bílablaði sem Andreas átti. En ekki eftir kvikmyndinni Gremlings eins og margir halda.
Árið 2002 tók giZmo þátt í músik-tilraunum Tónabæjar og komust þeir í úrslit. Núna er janúar 2003 er giZmo búnir að hljóðrita 7 lög og semja um 12 lög og styttist í alheimsbyltinguna. Beware.


www.gizmo.tk