Mér datt í hug að skrifa nokkur ráð handa hljómsveitum sem eiga í félagslegum erfiðleikum eftir að hafa lesið kork eftir vin minn og hljómsveitarbróður hann dancoolsan. Korkurinn var svona:

<<tilvitnun hefst>>
Ætíð hef ég sagt að samstarf hljómsveitar er eins og hjónaband. Mér finnst heldur alls ekki ólíklegt að á inná þessu áhugamáli sé annar hver maður og rúmlega það í hljómsveit, langar að vera í hljómsveit eða hefur verið í hljómsveit. Oft þegar hljómsveit hættir (t.d. íslensk) þá verða þessir 5-6 aðdáendur sem meðal-íslensk hljómsveit á, niðurbrotnir, þegar sú er raunin. EN… hvar eru umræðurnar? hvar er sáluhjálp fyrir aumingja aðdáendurna? og það sem meira er, er ekki hægt að bjarga hjónabandinu… ehh…hljómsveitinni. Ég er kannski ekki að segja að upp þurfi að rísa einhver plebbaleg heimasíða. Ég er bara að… tala með rassinum eða e-ðþ!1

choose the sandwich…'
<<tilvitnun lokið>>
(2003, dancoolsan)

Félagsleg vandamál sem koma upp hjá hljómssveitum geta verið að margvíslegum toga og hljómsveit er líka mjög sérstök félagsleg eining. Hljómsveit er nefnilega oftast bæði vinahópur og vinnuhópur sem þarf að hafa mjög gott og náið samstarf þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli.
Mörg vandamál geta skapast ef hljómsveitarmeðlimir þekkjast lítið. Einnig geta komið upp vandamál þegar tveir eða fleiri mjög góðir vinir, sem hafa þekktst lengi, stofna saman hljómssveit og fá til liðs við sig einhvern sem þeir þekka lítið eða ekkert. Ráð mitt til að koma í veg fyrir þetta er að gera eitthvað annað en að bara að spila tónlist. Tilvalið er til dæmis að fara á kaffihús sem er frábær aðferð til að kynnast betur. Ég held að allar hljómssveitir hefðu gott af því að fara reglulega á kaffihús eða eitthvað sambærilegt eins og t.d. pulsu- og hamborgara- sjoppu þar sem er hægt að sitja og tala saman og leiða hugan að einhverru öðru en tónlistinni og líka til að tala um tónlistina.
Það kemur líka oft fyrir í hljómsveitum að meðlimir fíla alls ekki hvorn annann nema á tónlistarlegan hátt. Ef svo er skuluð þið reyna að tala um fátt annað en tónlist við hvorn annan og ekki ætlast til þess að hljómsveitin þjóni því því hlutverki að uppfylla ykkar félagslegu þarfir heldur einungis ykkar tónlistarlegu þörfum.
Það gæti líka komið upp að einn hljómsveitur meðlimur fíli ekki hina meðlimina tónlistarlega séð en hinsvegar. Það er tvennt sem ég mæli með fyrir þá sem eru í þeim sporum. Annaðhvort að hætt í hljómsveitinni og byrja í annari hljómsveit eða að halda áfram í hljómsveitinni vegna þess að hún uppfyllir þínar félagslegu þarfir. Ef maður er einn á móti hinum sem eru allir í svipuðum tónlistarlegum pælingum þá er best að leifa þeim bara að ráða flestu og alls ekki reyna að vera frekur (alla vega ekki of mikið). Ég hef verið í þessari stöðu og hélt áfram í hljómsveitum, sem ég fíla eins mikið og ég vildi, til að fá aukina reynslu svo ég geti seinna orðið fær um að starfa í hljómsveit sem ég fílaði betur. Þá var ég heldur ekkert frekur og að reyna að troða mínum tónlistarlegu löngunum á hina (nema í ákveðnu hófi).
Ef allir hljómsveitarmeðlimir þola ekki einn hljómsveitarmeðlim, tónlistarlega séð og félagslega eða vegna þess að hann kann svo illa á hljóðfærið, þá skal íhuga að reka viðkomandi. Það gæti að vísu haft í för með sér að þið missið æfingahúsnæði eða græjur sem þið þurfið. Þetta þarf að vega og meta. Hljómsveitir geta ekki gengið ef það er endalaus pirringur í gangi. Þó eru til einstaka hljómsveitir sem starfa best ef það er endalaus pirringur og spenna í loftinu.


Aðlokum eru hér nokkur góð ráð sem eru góð fyrir hljómsvetar andann.

Ef það eru einhverjir erfiðleikar eða ósætti er best að reyna leysa það með því að tala saman. Baktal leysir sjaldan vandamál.

Hópfaðmlög eða tveggjamannfaðmlög eru æðisleg og hafa góðáhrif.

Ef þið eruð pirruð út í einhvern hljómsveitarmeðlim reynið að hugsa eitthvað gott um viðkomandi.

Hrós skaða (nánast) aldrei, og er mjög gaman að þiggja. Hverjum finnst ekki gaman að fá hrós?

Rifjið upp góðar hljómsveitarminnigar.


Ég vona að þetta geti hjálpað ykkur og að hljómsveitin ykkar verði í góðu jafnvægi í framtíðinni. Ég veit að ég hef ekki náð að skrifa lausnir við öllum vandamálum sem geta komið upp en þið megið endilega senda mér hugaskilaboð ef það eru einhver vandamál sem þið þurfið ráðgjöf við.



Heimild.
dancoolsan. 2003. <i>Hljómsveitarráðgjafinn.is</i>. veraldarvefurinn: www.hugi.is/rokk