Punk Ég vil segja örlítið frá pönkinu, þó það sé kannski ekki mikið að segja, og ekki væri það leiðinlegt að fá smá umræðu um það, því ég hef ekki verið mikið inni pönk umræðum undanfarið, ef þær hafa verið einhverjar.

Ég held, án þess að vera viss, að vegna þess að pönkarar sækjast ekki eins mikið eftir frægð og frama eins og margir aðrir (sérstaklega popparar) að pönkið sé meira underground en margar aðrar tónlistastefnur. Enda hefur pönk ekki átt mikið upp á pallborðið hjá mjög, kannski alltof, mörgum. Í pönki er oft mikil uppreisn, (þó ekki alltaf) og stundum er erftit að átta sig á því hvort uppreisnin gerir pönkarann eða pönkarinn uppreisnina. Einhvernveginn held ég þó að pönk sé leið fólks til að sýna andstöðu sína gegn einhverju, oft kerfinu, og þess vegna vil ég meina að uppreisnin geri pönkarann.
Pönkarar reyndu oft að ganga fram af fólki með því að klæða sig og klippa eins “illa” og þeir gátu, en pössuðu sig samt sem áður að vera í anda pönk-bylgjunnar sem geysaði á þeim tíma. Nú er ég að tala um síð-pönkara frá tímum Sex Pistols, The Clash og The Ramones. Þá var það í tísku að vera með hanakamb, helst skrautlega skreyttan og í rifnum fötum. Þá skilgreindu pönkarar sig oft sem anarkista og reyndu stundum að eyðileggja það sem þeir gátu til að undirstrika það að þeir vildu enga stjórn og ættu að geta gert það sem þeir vildu.

Þetta voru samt engan veginn fyrstu pönkararnir í tónlistarsögunni. Fyrsta pönklagið er að margra mati eftir eftri John nokkurn Lennon, en ég bara man ómögulega hvað það heitir, því miður. En á svipuðum tíma, í kringum “65 var hljósveit sem hét The Who að slá í gegn með My generation sem gerði þá ”officially“ að fyrstu pönk hljómsveitinni, eða allavega þeirri fyrstu til að slá í gegn. Hún var reyndar stofnuð ”62 undir nafninu The Detours, en þá voru þeir engan veginn orðnir frægir.
The Who gerðu þann ósið vinsælan að brjóta hljóðfærin á sviðinu, en það á að hafa byrjað af hinni mestu tilviljun þegar gítarleikarinn, Pete Townshend, rak gítarinn óvart uppí loftið (sem var mjög lágt) og braut gítarhálsinn. Hann varð svo reiður að hann kláraði að brjóta gítarinn. Þetta féll svo vel í kramið á áhorfendunum að þeir hófu að stunda þetta reglulega á tónleikum.

Ástæðan fyrir því að pönk varð ekki vinsælt þá var eflaust vegna þess að útgáfufyrirtækin sáu sér engan hagnað í því að gefa þetta út. Það breyttist ekki fyrr en Tony Wilson (sjáið allt um hann í 24 hour party people) gerði sinn eigin sjónvarpsþátt og gerði hljómsveitir vinsælar eins og Sex Pistols og Joy Division eftir að hafa fengið innblástur á fámennum tónleikum með Sex Pistols.

Eftir það þróaðist pönk eiginlega meira útí dansrokk en annað (New Order, Madness) og eftir það lognaðist það svolítið útaf. Einstaka hljómsveitir héldu pönk aðdáendunum við efnið, eins og Green Day, en á eftir þeim komu fram ekki eins góðar hljómsveitir, Blink 182, Sum 41 eða annað sem flestir vilja kalla það: rusl.
Nú eru aðal pönkararnir The Vines, The Strokes og jafnvel The Hives.

Þetta er orðin dágóð grein og ég vona að ég hafi ekki sagt alltof mikla vitleysu. Þetta átti nú ekki að vera saga pönksins, en einhvernvegin finst mér það hafa orðið það.

Ég fékk soldið af upplýsingum af http://www.mgm.com/ua/24hourpartypeople/

og
http://www.thewho.net/historybest að fara að hlusta á Sex Pistols og bjóta það sem brotnar.

Citizen
Allar fullyrðingar eru rangar