Hverjar eru umdeildustu hljómsveitir allra tíma ?
Það er nokkuð erfið spurning, því mikið af böndum sem spila
tilraunakennda tónlist eiga stóran aðdáendahóp.
Því braut ég heilann og kom með nokkrar ágætar. Leggið
endilega orð í belg því þá fyrst verður þetta skemmtileg
umræða. Fáum smá axjón og rifrildi inn á þetta áhugamál :)
Þessar hljómsveitir eru ekki í neinnni sérstakri röð. Engar
þeirra eru samt umdeildustu hljómsveitir allra tíma.

Frank Zappa and the Mothers of Invention.
Margir eru svolítið lengi að komast inn í húmorinn hjá
Mæðrum Uppgötvunar, en sumir ná honum aldrei. Tónlistin er
frumleg og stórskemmtileg.

Bítlarnir.
Jájá, það er ótrúlegt en satt. Þeir eru afskaplega umdeildir.
Aðalástæða þess held ég að sé fáfræði. Það eru svo
óskaplega margir sem halda að þeir spili bara lög eins og Let
It Be, Hey Jude og She Loves You, því miður.

Nick Cave.
Mjög sérstakur tónlistarmaður. Er búinn að þróast mikið í
gegn um árin. Röddin hans og söngstíll er sérstæður og á
sér fáar (engar) hliðstæður. Lög eins og Mercy Seat, Red
Right Hand, A Box of Black Paul og Stranger than Kindness
eru meðal snilldarverka hans að ógleymdum ábreiðum hans,
Hey Joe og Hallelujah. Snillingur.

Tom Waits.
Með lúkk eins og kroppinbakur, rödd eins og sandpappír,
hjarta úr steini en tónlist úr gulli. Hann er Ron Jeremy
rokksins. Lög eins og Alice, Franks Wild Years og Tango Till
The´re Sore.

Björk.
Söngurinn er blanda af Louis Armstrong og hvísli.
Tónlistin er æði frumleg og annars heims. Margir þola hana
ekki en enn fleiri elska hana. Vinafólk mitt var í Argentinu um
daginn. Þar talaði fólk ekki um annað en hana Björk okkar.
Það sýnir okkur að við kunnum ekki að meta hana.
En af hverju halda allir að hún sé eskimói ?

Búdrýgindi.
Komu frískir og sterkir inn í íslenska tónlistarheiminn á
seinasta ári. Margt gott og margt slæmt hefur verið sagt um
þá. En mér þykir þeir frábærir. Þeir eru kröftugir og grúví.
Koma manni í skemmtilegt skap. Mér þykir ekki skrýtið að þeir
hafi unnið keppnina. Ókind er líka ansk*** góð en hef ekki
heyrt nóg.

Nóg í bili.
Helvíti tók þetta á.

Njótið vel
barrett