Þessi grein er um hljómsveitina Radiohead. Þetta er ein besta hljómsveit sem er uppi í dag að mínu mati og er að gera góða hluti.

Meðlimir hljómsveitarinnar:
Thom Yorke - gítarleikari, hljómborðsleikari og söngvari.
Ed O'brian - gítarleikari, bakrödd og slagverksleikari.
Johnny Greenwood - gítarleikari, orgelleikari, píanóleikari.
Phil Selway - trommari
Colin Greenwood - bassaleikari

Thome Yorke var sá sem safnaði mönnunum í hljómsveitina. Hann var söngvari í hljómsveitinni TNT en spurði bassaleikarann í hljómsveitinni, Colin Greenwood hvort hann vildi vera með sér í nýrri hljómsveit. Phil Selway, sem er einu ári eldri en þeir byrjaði í hljómsveitinni sem trommari. Yngri bróðir Colin's, hékk oft með þeim og var alltaf að spurja hvort hann mætti vera með í hljómsveitinni. Þeir leyfðu honum að spila með. Fyrst spilaði hann á harmonikku, síðan á hljómborð, en á endanum varð hann gítarleikari.
Hljómsveitin fékk nafnið “On Fridays” vegna þess að þeir æfðu á föstudögum. Þeir spiluðu í fyrsta skipti á stað sem heitir Jericho's Tavern árið 1987. Árið 1991 tóku drengirnir upp sína fyrsta demo disk. Diskurinn gaf þeim tækifæri til að taka upp annan disk. Manic Hedgehog Demo diskurinn kom þeim af stað. Umboðsmaður Parlophone A&R, Keith Wozencroft, heyrði diskinn og eftir að hafa séð hljómsveitina “on Friday” á Jericho's skrifuðu þeir undir samning hjá EMI. Þeir skiptu um nafn eftir lagi sem hét RADIO HEAD eftir Talking Heads.
Árið 1992 sendi hljómsveitin frá sér Drill EP sem miklir Radiohead-aðdáendur og safnarar vilja eignast því þetta er sjaldgæfur geisladiskur. Radiohead var þá svona hljómsveit sem spilaði til að hita upp fyrir frægu hljómsveitirnar. Árið 1992 gáfu þeir út Creep EP. En árið 1993 komst Creep inn á Billboard vinsældarlistann og komst alveg upp í annað sætið. Endurútgáfa af Creep gaf Radiohead tækifæri sem þeir þurftu í Bretlandi. Þótt að Pablo Honey náði aldrei neinum almennum vinsældum og væntingarnar fyrir bandinu minnkuðu þrátt fyrir að þeir gæfu út EP plötuna My Iron Lung sem fékk frekar góða dóma.
Annar diskur Radiohead, var gefinn út í mars árið 1995 og fékk betri móttökur en Pablo Honey. Hljómsveitin eignaðist smátt og smátt aðdáendur. Þeir gáfu út 5 singla úr disknum áður en þeir komust á topp 10 listann með magnaða laginu Street Spirit.
Einum mánuði eftir að hafa gefið út singulinn Paranoid Android gáfu Radiohead út diskinn OK computer í júní árið 1997. Diskurinn skaust beint upp á toppinn á vinsældarlistum og var 71 vikur á uk chart og fékk mikið af góðum dómum. MTV spilaði Parinoid Android reglulega og Radiohead urðu eins konar súperstrjörnur, unnu tónlistarverðlaun og fleira. OK computer seldi platinum og diskurinn var talinn einn af þeim bestu sem kom út á 9. áratugnum.
Eftir þetta var hljótt um hljómsveitina og þeir gáfu út Airbag/How Am I Driving? EP og Meeting People Is Easy, sem er skrýtin stuttmynd um hljómsveitina gerð af Grant Gee, sem leikstýrði einnig myndbandinu með laginu No Surprises. Hljómsveitin átti í vanda með að gera aðra plötu í framhaldi að OK computer. Tímarnir í stúdíóinu voru langir og á margan hátt þurftu meðlimir sveitarinnar að endurskilgreina hlutverk sín í sveitinni.
Tónlistin sem Radiohead spilaði var líka endurskilgreind þegar fjórði geisladiskurinn, Kid A, var gefinn út í október árið 2000. Diskurinn fór beint upp í sæti númer 1 á vinsældarlistum þrátt fyrir fyrir enga auglýsingaherferð né útgáfu smáskífna á undan útgáfu breiðskífunnar. Kid A var allt öðruvísi en Ok computer. Radiohead höfðu fengið innblástur frá mörgum öðrum stöðum og þeir snéru sér að meiri tilrauna músík. Kid A gekk ennþá vel.

Radiohead er ein af þeim mikilvægustu hljómsveitum sem uppi eru í dag og eiga væntanlega eftir að vera vinsælir áratug eftir áratug. Á meðan frumraun þeirra var fremur hógvær skutust þeir upp í frægðina eftir að Ok Computer kom út og fáir bjuggust við velgengd þeirra þegar þeir byrjuðu. Þetta er án efa ein besta hljómsveit sem er uppi í dag, ef ekki sú besta.

Helstu verk:
Pablo Honey - 1993
The Bends - 1995
Ok Computer - 1997
Kid A - 2000
Amnesiac - 2001
Hail to the Thief - 2003 (óútgefin)

Ég er búin að downloada nýja disknum, Hail To the Thief og hlusta á hann. Mér líst MJÖG vel á hann. Bestu lögin að mínum mati eru 2+2=5 og I will. En hér eru öll lögin:

1. 2+2=5
2. Sit down, stand up
3. Sail to the moon
4. Backdrifts
5. Go to sleep
6. Where i end and you begin
7. We suck young blood
8. The gloaming
9. There there
10. I will
11. A punch-up at the wedding
12. Myxomatosis
13. Scatterbrain
14. A wolf at the door

Heimildir: www.radiohead.org

Tanja….