Sonic Youth Þar sem mér finnst alltof lítið talað um 80’s hljómsveitir fyrir utan Guns N’ Roses, Metallica og annað þvíumlíkt þá langaði mér dálítið að skrifa um eina af mínum uppáhaldshljómsveitim sem eru þó nokkuð margar, í þetta skipti er það súpergrúpan SONIC YOUTH. Hljómsveit sú er ekki hægt að flokka inná eina tónlistar stefnu þó er mikið um Indie blæ á músík þeirri sem SY gerir. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér Sonic Youth get ég bent á plöturnar, Daydream Nation, EVOL og Sister, þær eru allavega í uppáhaldi hjá mér.

Sonic Youth var stofnuð í New Yorke árið 1981 af þeim Thurston Moore á gítar, Lee Ranaldo á gítar og Kim Gordon á bassa. Þau fengu til liðs við sig þau hljómborðsleikaran(n) Ann DeMarinis og Richard Edson barði húðir. Ann entist ekki lengi eftir þeirra fyrstu tónleika sem voru á Noise Festival í NY, hún yfirgaf bandið viku eftir það gigg. Kvartetinn tók upp EP frumraun sína sem fékk það frumlega nafn Sonic Youth. Richard hætti síðan í bandinu til að hefja leik feril, Bob Bert kom í staðin fyrir hann. Hann trommaði einmitt með SY á fyrstu breiðskífu þeirra, Confusion is Sex (83) og Kill Yr Idols EP.
Til að gera langa sögu stutta þá dró ekki til mikilla tíðinda árin 1984-1986 nema það að Steve Shelley (86) gekk til liðs við bandið og þau sendu frá sér plöturnar Bad Moon Rising(85) og Made In USA (86).
Hjólin byrjuðu síðan fyrst að snúast fyrir alvöru, hljóðæskunni í vil, með tilkomu EVOL (86). Næstu plötur voru heldur ekkert verri, ef ekki bara betri. Í kjölfar EVOL kom meistaraverkið Sister (87). Nú voru Sonic Youth búín að búa sér til orðspor og komin með nóg af peningum í hendurnar til að gera næstu plötu. Næsta plata þeirra, var ekki stíluð á Sonic Youth, heldur Ciccone Youth og hlaut hún nafnið The Whitey Album (88), á henni má finna lög sem Madonna flutti. Ciccone Youth var ekki allveg Sonic Youth því gítarleikari Dinasaur JR. J Mascis spilaði með þeim í Ciccone Youth.
Eftir þessa frábæru plötu kom ef-til-vill ein besta, frægasta og sniðugasta plata Sonic Youth frá upphafi, Daydream Nation (88). Daydream Nation hefur að geyma allt það sem Inde-rokk hefur fram að færa. Vill ég þá sérstaklega benda á lögin Teenage Riot, Hey Joni og Candle.
Næsta plata þeirra kom síðan 1990, nafn hennar mun vera ‘Goo’, það var víst fyrsta plata þeirra hjá plötu risanum DCG. Í kjölfar Goo voru þeim Sonic Youth liðum boðið að ganga í för með Neil Young og hita upp fyrir hann á túr sem fylgdi plötu Neil’s, Ragged Glory.
Um þessar mundir voru ‘Grunge’ hljómsveitirnar að verða vinsælar og plöturnar Nevermind (Nirvana), Ten (Pearl Jam) og Every Good Boy Deserves Fudge (Mudhoney) voru urðu stórir smellir. Svar Sonic Youth við þessu var ‘Dirty’(92). SY fékk til liðs við sig Butch Vig, sem hafði gert garðin frægan með Smashing Pumpkins og Nirvana, sem pródúser á plötu þessari. Dirty er eftil vill ekki jafn mikið meistaraverk og Daydream Nation og ekki eins “MainStream” og Goo, en sérstaklega góð rokk plata.
Experimental Jet Set, Trash and No Star, (94) hlaut ekki svakalega góða dóma en kommst hinns vegar hæst á vinsældarlista Breta og Kana til þessa. Fínasta plata þó ekki sé nú meira sagt.
Kim Gordon og Thurston Moore giftust fljótt eftir E.J.S.T.a.N.S. og eignðust síðan dóttir sem skírð var Coco Haley. Þau sömdu morg lög til dóttur sinnar og er hún eiginlega efnisviðurinn í ‘Washing Machine’(95) plötuna með SY. Frábær plata, fékk bestu dómana síðan ‘Daydream Nation’.
Á næstu árum 1996-2002 var mikill tilraunastarfsemi á plötum Sonic Youth og komu plöturnar A Thousand Leaves, Goodbye 20th Century, NYC Ghosts & Flowers og SYR 1-6 sem ég nenni ekki að fara meira út í, allavega nóg af nýjum hugmyndum.
Árið 2002 fór að draga til tíðinda og leit platan Murray Street dagsins ljós, en hún hafði verið lengi í smíðum, eða allveg síðan 95. Jim O’Rourke sem hafði verið pródúserog spilað með þeim á 1996-2002 plötunum var núna orðin fullgildur meðlimur SY.
Núna í ár var síðan Dirty platan endur útgefin og helling af aukaefni skellt á hana ásamt endur hljóðblönduðum upprunarlegum lögum. Svona svipað eins og Slanted & Enchanted: Luxe & Reduxe með Pavement sem kannst við þann grip.

Helstu verk:
1983 Confusion Is Sex
1985 Bad Moon Rising
1986 Made in USA
1986 EVOL
1987 Sister
1988 Daydream Nation *
1990 Goo
1992 Dirty *
1994 Experimental Jet Set, Trash & No Star
1995 Washing Machine *
1998 A Thousand Leaves
1999 Goodbye 20th Century
2000 NYC Ghosts & Flowers
2002 In the Fishtank [EP]
2002 Murray Street


Takk fyrir mig, Garsil
- garsil