Pink floyd, meistarar allra tíma....... Jæja ég ákvað að skrifa stutta grein hérna um meistarana í Pink Floyd :) .

Þetta byrjaði allt saman í Cambridge á englandi þar sem Syd Barrett, Roger Waters, og David Gilmour voru allir þrír vinir og voru komnir með hugmyndir um það að stofna hljómsveit. En eftir útskrift ákvað Gilmour að fara í listaskóla í London. Á meðan fór Roger Waters í arkitektarskóla og hitti þar tvo menn Nick Mason og Rick Wright. Þeir stofnuðu R&B band sem hét Sigma 6. En það band enntist ekkert lengi. Við endann á árinu 1965 stofnuðu Waters, Mason og Wright annað band og þá gekk í lið með þeim maður að nafni Syd Barret, snillingur sem var þá lead guitar, söngur og samdi einnig lögin.

Pink Floyd byrjuðu sem psychedelic band. Snemma árið 1967 skrifuðu þeir undir samning við EMI records og gáfu út sinn fyrsta singul “Arnold Layne”. Pink Floyd fengu ágætar mótökur við þeirri plötu. Næsta plata þeirra “See Emily play” fékk einnig góðar viðtökur og 67 túruðu þeir með Jimi Hendrix. En á US túrnum 67 byrjuðu að verða vandræði með Syd Barret. Barret var sannarlega guðsgefinn snillingur en einnig fótspori frá raunveruleikanum. Hann var á kafi í LSD neyslu og var með óróa á tónleikaferðum og neitaði stundum að fara á svið.

Á tíma var Syd Barret ennþá í Pink Floyd og sinnti sínu starfi þar en mátti ekki spila með þeim á tónleikum. Í Febrúar 1968 réðu Pink Floyd sinn fimmta meðlim , gamlan skólafélaga Waters og Barret “David Gilmour” og hann spilaði Lead guitar. Barret entist ekki lengi eftir þetta og hætti tvemur mánuðum seinna. Eftir það gaf hann út tvær sólóplötur.

Næsta plata Pink floyd “Saucerful Of Secrets” varð hit og Pink Floyd byrjaði að afla sér inn fleiri og fleiri aðdáendur. Á þessari plötu átti Barret eitt lag.

Árið 1970 kom út platan “Atom Heart mother”. Platan inniheldur frábæran experimental psychedlic stíl og á henni er einmitt lagið Atom heart mother sem er 23 mínutur af loopum og effectum…

Þá er komið að sögulegasta atriði í sögu Pink Floyd. Plata sem hefur selst í um 34 milljónum eintaka út um allan heim. “Dark Side of the moon” varð næsta meistarastykki Pink Floyd. Maður veit einu sinni ekki hvernig maður á að lýsa þessu. Platan var tekin upp í “Abbey road Studios” og gefin út 1973. Á þessum tímapunkti var Pink Floyd orðinn ein af vinsælustu böndum í heimi.

Wish you were here, kom út 1975 og var hún eiginlega svona tribute til Syd Barret sérstaklega lagið “Shine on you Crazy Diamond”. Frábært stykki.

Árið 1977 kom út platan þeirra “Animals” og henni var einnig mjög vel tekið, en þá voru persónuleg vandamál farin að sína sig og hljómsveitameðlimum kom ekki sem best saman.

Árið 1979 kom út besta tvöfalda plata sem nokkuð hefur komið á markað, “The Wall”, einnig ein af mest seldu plötum í heimi. Á þeim tíma átti Waters í tilfinningalega miklum vandræðum, og fjallar sú plata mest um vegginn á milli hans og heimsinns.

Síðasta plata sem kom út með öllum meðlimum Pink Floyd var “Final Cut” og hún kom út 1983. Svo hafa verið endurútgáfur og svona síðan. Einnig má minna á það að árið 2003 er einmitt 30 ára afmæli Dark Side of the moon….

Í heildina sagt þá eru þetta allt mestu snillingar sem uppi hafa verið af mínu mati og ég mæli öllum með því að hlusta á þá sem mest ;)


www.pinkfloyd.co.uk


Takk fyri