Jæja þá er að skrifa um hina frábæru hljómsveit Helloween!!
Helloween var stofnuð af tveimur gítarleikurum sem heita
Kai Hansen og Piet Sielck árið 1979.Þá voru þeir í hljómsveitinni
“Gentry”. Eftir margar breytingar skírðu þeir hljómsveitina
“Ironfist” með Ingo Schwichtenberg á trommur. Piet hætti árið 1983 og þá var hljómsveitin skýrð “Helloween”.
Helloween voru þá: Ingo Schwichtenberg(trommur),
Kai Hansen(gítar/söngur),Markus Grosskopf(bassi),
Michael Weikath(gítar).
Árið 1984 tóku Helloween upp tvö lög(Oernst For Life og Metal Invaders)fyrir safnplötu hjá
Noise records. Platan hét “Death Metal”
Árið 1985 gáfu Helloween út fyrstu plötuna sína sem hét
einfaldlega “Helloween”. Þetta var 5 laga plata og oft kölluð “The Mini LP”. Sama ár gáfu þeir út sína fyrstu breiskífu sem hét “Walls Of Jericho” og 1986 smáskífu sem hét “Judas”.
Kai fannst erfitt að spila á gítar og syngja þannig að þeir byrjuðu að leita að nýjum söngvara.
Árið 1987 fann Helloween söngvarann Michael Kiske úr hljómsveitinni “Ill Prophecy”. á því ári gerðu þeir plötuna “Keeper Of The Seven Keys Part 1” og sú plata færði þeim heimsfrægð og velgengni. Þeir voru beðnir um að koma á
MTV Headbanger's Ball tónleikaferðlag.
Árið 1988 tóku þeir upp plötuna “Keeper Of The Seven Keys Part II”
sem er mest selda Helloween platan frá upphafi. Eftir velgengni plötunar var þeim aftur boðið að spila á MTV Headbanger's Ball tónleikaferðlaginu með stórhljómsveitunum Exodus og Anthrax.
Eftir Evróputónleikaferðalagið hætti Kai Hansen í Helloween og í staðinn kom Roland Grapow. Árið 1989 gáfu þeir út Live plötuna “Live In The UK” en á henni var lög frá mörgum tónleikum með Kai Hansen. 1990 rifu Helloween samning sinn við Noise og gengust í lið við EMI. Helloween fór í mál við Noise eftir að Helloween FANNST eins og Noise væri að svindla á þeim en Helloween töpuðu því máli. 1991 voru margir orðrómar um að bandið mundi hætta en þá gáfu þeir út “Pink Bubbles Go Ape” sem fékk harða gagnrýni og seldist illa. 1993 gaf bandið út sína verstu plötu “Chameleon” og fékk verri dóma en “Pink Bubbles Go Ape”.
Ingo(trommarinn) var geðklofi og varð of veikur til að halda áfram og trommarinn Uli Kusch tók við.
1994 tók söngvarinn Andi Deris við af Michael Kiske. Á sama ári gáfu Helloween út “Master Of The Rings” sem fékk frábæra dóma sem hafði ekki gerst síðan “Keeper of the seven keys part II”.
1995 gerðist sorglegur atburður. Ingo Schwichtenberg fyrrverandi trommari þeirra framdi sjálfsmorð með því að kasta sér fyrir lest. “The Time Of The Oath” var gefin út 1996 og fékk góða dóma.
Tvöfaldur Live diskur var gefinn út á sama tíma en hann hét
High Live og kom út á VHS og nýlega á DVD.
1999 gáfu þeir út cover plötuna “Metal Jukebox” þar sem þeir spila uppáhalds lögin sín.
Platan “The Dark Ride” var gefin út 2000 og fékk ágætis dóma.
2001 hætti Uli Kusch og í staðinn kom Mark Cross.
Þetta er sagan hingað til. Þetta er ein af uppáhalds hljómsveitum og ég bíð spenntur eftir nýju plötunni.