James Lynn Strait 7.8 1968-11.12 1998
Þann 11.desember árið 1998 fer James Lynn Strait af stað á sínum Ford tempo frá Santa Barbara ásamt hundinum sínum Dobbs. Áfangastaðurinn er stúdió í LA þar sem hann ætlaði sér að halda áfram vinnu sinni við nýju Snot plötuna. Þangað komast hann þó ekki. Hann var að yfirgefa þjóðveg 101 þegar trukkur keyrir á hann og Lynn deyr samstundis sem og Dobbs hundurinn hans. Hann var aðeins þrítugur og var hann og Snot á barmi frægðar í Bandaríkjunum.

Mikey Doling gítarleikari Snot lýsir Lynn sem blöndu af James Dean, the Fonz og Elvis Presley. Allir þeir sem þekktu hann sögðu að hann væri gæddur miklum persónutöfrum og að hann hafði verið hæfileikaríkur maður. Það eina sem hann vildi verða þegar hann var yngri var lagahöfundur og vera í sínu eigin bandi. Móðir hans Lynn gaf syni sínum ótakmarkaðan stuðning og vissi að sonur sinn myndi ná sínum draumum. Sá dramur varð til með bandinu Snot. Brandon Boyd úr Incubus sagði í tilefni útkomu Strait up plötunnar að Snot hafði verið að gera tónlist svipaðri þeirri tónlist sem fólk væri að gera í dag. (s.s árið 1998) Snot hafði bara verið á undan sinni tíð.

He died really young, which sucks. But he lived his life doing whatever the fuck he wanted to do.
Shavo Odadijan System of a down

Mikey Doling var að vinna við síðastu gítar upptökurnar fyrir nýju plötuna þegar hann fékk þær fréttir að Lynn væri dáinn. Hann fékk áfall og hafði verið eins og hann hafði misst fjölskyldu meðlim. Svo hann og Tumor bassaleikarinn komu upp með þá hugmynd að gera tribute plötu fyrir Lynn, ekki til þess að græða pening heldur til að fagna lífi Lynns og syrgja dauða hans. Öll tónlistin var þegar til staðar svo það eina sem þeir þurftu voru söngvarar. Svo þeir kölluðu til sín alla þá vini sem Snot og Lynn höfðu eignast yfir árin.
Serj úr System of a down með Starlit eyes
Jonathan úr Korn með Take it back
M.C.U.D úr Hed(pe) með I know where you´re at
Max úr Soulfly með Catch a spirit
Jason æskuvinir Lynns úr RKL með Untill next time
Brandon Boyd úr Incubus með Divided
Lajon úr Sevendust með Angel´s son
Fred Durst úr Limp Bizkit með Forever
Dez úr Cole chamber með Funeral lights
Corey úr slipknot með Requimem
Mark McGrath úr Sugar Ray einn af bestu vinum Lynns með Reaching out
Snot með Absent
Og svo Sad air(spoken word) með Lynn Strait

Þótt að bæði Tumor og Mikey höfðu báðir verið uppteknir í nýjum böndum, Mikey með Soulfly og Tumor með Amen þá settu þeir plötuna saman í sínum eigin frítíma og borguðu hans sjálfir. Mikey lýsir plötunni sem tónlist fyrir alla þá sem hafa einhvern tíman misst ástvin.

The only star shining bigger then everyone on this record is Lynn and I think that´s why you can see such a huge representation of people doing this. When you see the turnout of people here, you can see Lynn´s legacy
Mark McGrath Sugar Ray

Lynn Strait
Var með orðið INSECURE tattooverað á magan á sér plús öll fullt af öðrum
Var með tourette sjúkdómin
Skildi eftir sig kærustu Karen Mason en engin börn.

Saga Snot
*Sumarið 1994 Meðlimir bandsins:
Mike Doling (áður í Kronix) á gítar
James Lynn Strait (áður bassaleikari í Lethal Dose) söngur og lagahöfundur.
Brent á trommur
Ruben á bassa
Þetta sumarið var eytt í að spila í ´keg´ partyium.

*Janúar 1995 John ´Tumor´ Fahnstock fengin í staðinn fyrir Ruben á bassa. Snot bandið formlega stofnað um veturinn

*14.april 1995 Lynn fær Sonny Mayo til liðs við Snot. Þegar Lynn hringti í hann þá spurðu hann einfaldlega , Im looking for metal.. Sonny svarar , you called the right place.

*24.mars 1995 Demo upptökur

*Júni 1995 Trommarinn Cornfed (núna í Ultraspank) fengin til að koma í staðinn fyrir Brent the spoiled rich kid sem var víst bara í bandinu til að geta verið cool.

*Haustið 1996 Snot byrjar að spila í LA

*Júni 1996 Jamie Miller úr Souls of zero kemur um borð. Til gaman má geta að Jamie tók við af Shannon Larkin í Souls of zero og síðar myndi Shannon taka við af Jamie í Snot

*Júli 1996 Snot skrifar undir samning hjá Geffen útgáfufyrirtækinu

*Mars 1997 Snot fer sinn fyrsta tónleika tour ásamt Sugar Ray og The Urge

*27. maí 1997 Fyrsta plata Snots lítur dagsins ljós og fékk nafnið Get some sem skartar Dobbs á framhlið disksins.

*Mars 1998 Sonny Mayo fer yfir í bandið Amen og Mike Smith kemur í staðinn

*júli 1998 Ozzfest í Boston. Lynn handtekinn fyrir að bera sig á almennings færi. Lynn stökk nakin upp úr risastóru Limp Bizkit klósetti og stökk niður á sviðið þar sem hann fékk svo blow job hjá strippara.

*Ágúst 1998 Trommarinn Jamie Miller yfirgefur bandið og Ugly kid joe trommarinn Shannon Larkin tekur við tímabundið.

*Haustið 1998 Snot byrjar að vinna að sinni næstu plötu og ná að taka upp hljómfæraleikinn í 10 lögum en sönginn frá Lynn vantaði.

*11.desember 1998 James Lynn Strait deyr í bílslysi.

*16.desember 1998 Minningarathöfn í Santa Barbara. Yfir 2000 manns mæta, fjölskylda, vinir og svo auðvitað aðdáendur.

*Janúar 1999 Mikey Doling tourar með Soulfly.

*Mars 1999 Tumor gengur til liðs við bandið Amen

*14. ágúst 1999 Mikey Doling er boðin föst staða með Soulfly sem hann þiggur.

*7.nóvember 2000 Strait up platan kemur út.

Hvet alla til að kynna sér Snot og plötuna þeirra Get some sem er algjör snild. Það er kannski tilviljun að eitt lagið á plötunni heitir Joy ride og byrjar lagið á því að bíl er startað og lagið endar svo með því að bílinn heyrist klessa á!
Takk fyrir mig

http://www.strait-up.com
http://www.snotcrew.co m/
________________________________________________