Joe Strummer (rétt nafn: John Graham Mellor): söngur, gítarleikur. Fæddur: 21. ágúst 1952, Ankara, Tyrkland.
Mick Jones: söngur, gítar. Fæddur: 26. júní 1955, London, England.
Paul Simonon: bassi, söngur. Fæddur: 15. desember 1956, London, England.
Topper Headon: trommur. Fæddur: 30. maí 1955, Bromley, Kent, England.

Mick Jones var í hljómsveit sem kallaðist London S.S. en með honum þar var Bernard Rhodes, sem síðar varð umboðsmaður The Clash. Paul Simonson kom í London S.S. þegar bandið var að leggja upp lauparnar en það kom ekki að sök því að þeir ákváðu að byja upp á nýtt, gera nýja hljómsveit. Mick Jones ákvað að kenna Paul Simonson á gítar, en Paul, sem hafði aldrei spilað á þetta hljóðfæri, fannst það of erfitt. Þá var það ákveðið að Paul myndi spila á bassa, þar sem “það væri auðveldara og hefur bara fjóra strengi”, eins og Paul sagði einu sinni.

Þá var The Clash orðið að veruleika. En ennþá átti eftir að finna trommara og á endanum fundu þeir mann að nafni Terry Chimes og hann hafði áhuga. Síðan auk trommarans réðu þeir Keith Levene sem annan gítarleikara. Bernard Rhodes var orðinn umboðsmaður þeirra. Paul og Mick hittu Joe Strummer einu sinni og Bernard spurði hann hvort hann vildi vera með þeim í hljómsveitinni. Joe Strummer var þá með aðra hljómsveit sem kallaðist The 101’ers (“The” hefur örugglega verið jafnvinsælt á þeim tíma og núna) og voru þeir tónlistarlega reyndari en aðrir á þeim tíma. Joe kom yfir til þeirra þann 31. maí 1976 og Mick fannst það frábært að fá hann í hljómsveitina, út af reynslunni. Keith var rekinn úr bandinu því að hann var sagður hafa mjög takmarkaðan áhuga á þessu öllu saman. Terry Chimes sagði sig síðan líka úr bandinu þannig að eftir voru Joe Strummer, Mick Jones og Paul Simonson. Terry var bara með þeim til að taka upp á fyrstu plötunni þeirra.

Paul Simonson fann upp á nafninu “The Clash”, honum fannst það vera frekar flott. Þeir tóku upp sína fyrstu plötu árið 1977 og hlaut hún nafnið “The Clash” (þeir hljóta að hafa verið lengi að finna nafn á plötuna :P) en sú plata varð mest selda innflutta plata í Bandaríkjunum, en bandaríska útgáfan af breiðskífunni hafði að hluta til ekki sömu lögin og í bresku.

Nicky “Topper” Headon var ráðinn í hljómsveitina í apríl 1977. Önnur plata þeirra leit dagsins ljós og fékk heitið “Give’em Enough Rope”. Platan lenti í öðru sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og The Clash fengu marga aðdáendur. En væntanlega besta platan þeirra að mati gagnrýnenda og tímarita og örugglega margra aðdáenda, var þriðja platan þeirra, “London Calling”, en hún var valin besta plata 9.áratugarins og ein af bestu rokkplötum allra tíma.

Fjórða breiðskífa þeirra var “Sandinista!”, sem var gefin út í þriggja platna setti. “Combat Rock” kom síðar og var það síðasta platan sem Mick Jones og Topper Headon áttu þátt í. Mick stofnaði hljómsveitina Big Audio Dynamite. Joe og Paul, þeir einu sem voru eftir af upprunalegu hljómsveitinni, tóku síðan upp seinustu plötuna, “Cut the Crap”, sem kom ú árið 1985. Eftir að The Clash hætti, byrjuðu Mick og Joe að vinna saman aftur í hljómsveitinni Big Audio Dynamite

Þótt þeir hafi farið víðar en eina tónlistarstefnu, þá hafa The Clash alltaf verið flokkaðir sem Pönkrokk. Það er reyndar satt, þar sem þeir byrjuðu þannig, en þeir byrjuðu síðan að fara útí popprokk (með áherslu á ROKK, ekki taka þessu illa þótt “popp” sé inn í þessu orði líka) og í Cut the Crap, þá er meira að segja farið út í diskó pælingar. Joe Strummer sagði að þeir væru með öllu þessu að reyna að sýna mismunandi tilfiningar, eins og sambandið sem verður að vera milli manna. Þeir vildu líka sýna nýjar leiðir hugsunarhátts, margt í þá veru. Peningarnir skiptu þá ekki miklu máli, þeir vildu bara koma sínu fram. Þeir t.d. seldu London Calling (tveggja diska breiðskífa (í þá daga) og Sandinista! (þriggja diska breiðskífa) á verði vernjulegrar plötu.

Ps. Ég man ekki hvenær Joe Strummer dó, getur einhver sagt mér það?