Með meðfylgjandi grein ætla ég að reyna að sannfæra ykkur hugara um ágæti hinnar yndislegu hljómsveitar Dredg. Fyrir þá sem kannast ekki við nafnið (örugglega um 90% af ykkur) er það ekki skrýtið vegna þess að þessi hljómsveit hefur ekki verið flutt til landsins, hvorugir geisladiskar þessarar hljómsveitar er hægt að finna í geisladiskabúðum á Íslandi, en auðveldlega er hægt að panta þá af Amazon.com.

En nóg um það, Dredg var stofnuð í byrjun tíunda áratugarins í Los Gatos í Californiu og samanstendur af trymblinum Dino Campanella, gítarleikaranum Mark Engles, bassaleikaranum Drew Roulette og síðast en ekki síst söngvaranum Gavin Hayes, sem einnig spilar á gítar.

Eins og margar aðrar hljómsveitir byrjuðu þeir sem cover band og spiluðu þá helst Sepultura og aðrar þesslegar þungarokkshljómsveitir og þroskuðust þannig tónlistarlega séð og náðu vel saman sem hljómsveit. Margar aðrar hljómsveitir höfðu áhrif á Dredg á uppvaxtarárunum s.s. Pink Floyd og sumar djass hljómsveitir, þeir segjast meðal annars fíla gamlan djass alveg jafn mikið og Sepultura og sýnir það hversu víðan tónlistarlegan áhuga meðlimirnir hafa.

Þeir hafa gefið út tvær breiðskífur og nokkrar Ep plötur í gegnum tíðinna. Ep platan Orph kom út árið 1998 og verð ég að viðurkenna að hafa aldrei heyrt í þessari plötu en þeir segja að þetta sé svona þroskapunktur þeirra, þar sem fundu loks sándið þeirra. Næstu tvær plötur þeirra voru stökkpallar í þroskaferli þeirra sem hljómsveit þar sem líkt og Tool þá þroskast þeir mikið frá plötu til plötu.

Fyrsta breiðskífan þeirra, Leitmotif tóku þeir upp og gáfu út sjálfir. Leitmotif er concept plata og er lögunum skipt upp í hreyfingar líkt og psychadelica tímabil sjöunda áratugarins þar sem lög voru ekki bara lög heldur verk. Leitmotif fjallar í stuttu máli um leit ferðalangs að endurlausn og má líkja tónlist þeirra bæði við Tool og Pink Floyd. Þ.e.a.s. Tool + Pink Floyd = Dredg
Meira instrumental plata heldur en El Cielo þar sem röddin er frekar notuð sem hluti af hljóðfærunum heldur en tjáningartæki fyrir tilfinningar, þ.s.a. Gavin stendur sig vel í tjáningu sinni.

Nýjasta breiðskífan þeirra, El Cielo (himinnin á spænsku) er einfaldlega tímamótaplata. Frá fyrstu tónum þessarar plötu til þeirra síðustu þá ertu dolfallinn yfir yndisleika þessarar hljómsveitar. Hún bæði róleg en jafnframt mjög kröftug þarsem söngvarinn syngur með blíðri röddu sinni fallegar melodíur yfir gífurlega kraftmikla og harða tónlist.
Eins og með Leitmotif þá hefur þessi plata ákveðna sögu að segja og fjallar hún helst um svefnleysi en þeir hafa samt nóg rúm fyrir áheyrendur að túlka sína eigin meiningu. Líkt og textar Tool, þá geturðu dregið þínar eigin ályktanir og tilfinngar úr textum Gavins.

Myndlist spilar líka stóran þátt í innblástri Dredg þar sem mikið af málverkum bassaleikarans, Drew Roulette veitir þeim öllum mikla andagift í sköpun tónlistar þeirra.
Ég get varla lýst því hversu góð þessi hljómsveit er, allur hljóðfæraleikur er himneskur og söngvarinn, Gavin Hayes kemst í minn flokk bestu rokksöngvara ásamt Maynard James Keenan úr Tool og A Perfect Circle og Matthew Bellamy úr Muse.

Ég einfaldlega get ekki sagt meira en það að ef þið fílið rokktónlist yfirhöfuð þá er Dredg hljómsveit sem þið einfaldlega neyðist til að elska, þannig að ég mæli með að þið skreppið út á Amazon.com og festið ykkur kaup á báðum sköpunarverkum þessara yndislegu hljómsveitar.