Hér að neðan er smá brot úr sögu ýmissa hljómsveita sem starfandi hafa verið frá 1968-2003:

AC|DC: Stofnuð af skoskum strákum í Ástralíu. Þeir hófu 1978 sókn með tónleikaferð um Evrópu, lögðu sig alla fram og unnu sér óðum fylgi með kröftugri rokk músik, sem þó var milduð með kýmni. 1980 sló plata þeirra Highway to Hell í gegn en þá var söngvarinn Bon Scott látinn, drakk sig í hel í febrúar á því ári.
Þeir fengu Brian Johnson í lið með sér og næsta plata Back in Black sló gegn um allan heim.

Black Sabbath: Nornamessan hófst 1969 með römmum galdri og dulhyggju, hengdu krossmark yfir trommunum, tónlistin örlagaþung og ærandi.1970 urðu þeir fyrsta breska stórgrýtissveitin á bandarískum markaði til að halda vinsældum.

Def Leppard: Reis upp úr þungarokksbylgjunni 1978. Piltarnir eru frá Sheffield og yngstir nýrokkaranna, þá allir undir tvítugt. Þeir gáfu út fyrstu smáskífuna Rocks Off og gekk hún svo vel að stærri plötuútgefendur hófu samningaviðræður.

Iron Maiden: Það var Steve Harris bassaleikari sem stofnaði hljómsveitina Iron Maiden árið 1976. Harris var þá 19 ára gamall. Hann var nokkuð efnilegur fótboltamaður og æfði um tíma með West Ham, en framtíð hans og áhugi lágu annnarstaðar. Hann var alinn upp í East End í London og hafði verið í nokkrum hljómsveitum þar sem spiluðu einhverskonar útgáfu af pönki blönduðu gamaldags þungarokki í anda Deep Purple, en pönkið var sú stefna sem var ferskust á þeim tíma. Meðal hljómsveita sem hann var í voru Gypsy\'s Kiss og Smiler. Þetta voru bönd sem náðu að troða nokkrum sinnum upp á pöbbum en sundruðust síðan.

Nafnið á Iron Maiden var tekið af gömlu pyntingatæki sem var einskonar kassi alsettur göddum sem hinr ógæfusömu voru látnir dúsa í dögum og vikum saman. Síðar fékk Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands þetta viðurnefni, en þá var hljómsveitin ekki orðin sérlega þekkt ennþá. Vegna þessa héldu sumir að þeir sæktu nafngift sína til forsætisráðherrans. En hugmyndina af nafni mun Harris hafa fengið eftir að hann sá kvikmyndina The Man In The Iron Mask.

Meira eftir að koma.