lengi hefur verið kvartað yfir aðstöðuleysi hljómsveita í reykjavík og margar sveitir jafnvel gefist upp á harkinu og lagt upp laupana. öryggi yfir græjum hefur verið lítið og margar hljómsveitir þurft að hýrast á æfingum við afar lakann kost í köldum og hriplekum bananageymslum eða bílskúrum. enn fleiri hafa endað með æfingaaðstöðuna sína einhverstaðar út í rassgati og hefur það komið niður á æfingatíma. að auki hafa borgin og ríkið sýnt málefnum tónlistarmanna lítinn skilning og tilraunir til þess að koma á móts við þennan hóp hafa flestar runnið út í sandinn á leiðinni í gegnum einhverja bjúrókratík og skriffinsku.

enn þá er komið að gleðifréttunum. lítill hópur aðila hefur séð tækifæri í að byggja upp boðlega og örugga aðstöðu, þar sem fólk getur unnið að tónlist sinni áhyggjulaust og á sama tíma notið návistar jafningja sinna. í forsvari fyrir hópinn er maður með mikinn áhuga á málefninu og maður sem hefur gengið í gegnum það sem margir/mörg okkar eru að ganga í gegnum. sá maður er gamli utangarðsmannajaxlinn danny pollock. aðstaðan er út á granda og er vægast sagt glæsileg. hljómsveitin mín var sú fyrsta til að flytja inn og fer bara afar vel um okkur. þarna njótum við öryggis (öflug þjófa- og brunavarnarkerfi er í húsinu) og aðstaðan er til framtíðar hugsuð, en ekki til skamms tíma eins og borgin hefur afgreitt þessi mál. þarna eru líkar góðar hugmyndir í fæðingu og er óhætt að segja þetta á eftir að verða vagga tónlistarlífsins í framtíðinni, en til stendur að standsetja tónleikasal, kennslu í hljóðmennsku, og jafnvel stofna útvarpsstöð kringum allt heila klabbið. allt er þetta í höndunum á áhugasömu fólki að framkvæma; okkur sjálfum.
aðstaðan hefur fengið nafnið TónlistarÞróunarMiðstöðin, og segir nafnið allt. ég veit að það er verið að auglýsa pláss tilleigu þannig að fólk ætti að setja sig í samband við danny.
síminn er 824-3001
tökum þátt í byltingunni.