Thomas Alan Waits fæddist 7. Desember árið 1949 í Pomona, California. Hann og tvær systur hans ólust upp flytjandi borg úr borg í Califoníu. Foreldrar hans sem eru báðir kennarar skyldu þegar hann var tíu ára. Tom er Skoskur og Írskur í föðurlegg og Norskur í móðurlegg.
Tom fékk mjög snemma mikin áhuga á tónlist og byrjaði að skrifa upp texta eftir Bob Dylan og hengja þá upp á vegg í herberginu sínu, suma rammaði hann meira að segja inn. Hann geymdi alltaf blað og penna við rúmstokkin hjá sér svo hann myndi muna textana sem hann hugsaði um á nóttuni. Hann kenndi sjálfum sér að spila á píanó hjá nágranna sínum og lærði síðar á gítar. Auk þess sem Tom byrjaði að semja tónlist á ungum aldri birtist persónan sem hann er löngu orðin frægur fyrir snemma. Hann hafði mjög gaman af því að skemmta skólasystkynum sínum og kennurum og í lista tímum leifði kennarin honum oft að spila á harmonikku fyrir bekkinn. Hann byrjaði líka mjög snemma að safna yfirvaraskeggi og hökutopp, en vinnuveitandi hans á pizzastað sem hann vann á á þessum tíma sagði við hann í djóki að það yxi meira hár á rassinum á honum heldur enn í andlitinu á honum. Tom fékk líka mikin áhuga á bílum eftir unglinsárin og átti hann marga skrjóða sem hann vann í í frítíma sínum. Hann eignaðist síðar Buick árgerð ´55 sem varð honum innblástur í laginu “Ole ´55” sem að The Eagles coveruðu. Tom var ungur þegar hann komst fyrst í kynni við tónlistarbransan. Hann var dyravörður á skemmtistaðnum The Heritage í San Diego og hann fór oft upp á svið á milli atriða og flutti lög sín. Þarna sá útgefandin Herb Cohen hjá Asylium records hann fyrst og þegar Tom var 22. ára hafði hann gert við hann útgáfusamning. Tónlist Toms á þessum tíma var undir áhrifum af Djass og Folk tónlistar og var hljóðfæraskipunin mjög pragtísk
( píanó, trommur, gítar, bassi, og ofrast saxósónn ). Tom gaf út átta plötur hjá Asylium records og fyrsta platan hans Closing Time fékk vægast sagt góða dóma eins og flestar plötur hans hingað til hafa fengið. Eftir Closing Time árið ´73 komu The Heart of Saturday Night ´74 og Nighthawks at the Diner ´75 og Árið 1976 kom út meistaraverkið Small Change sem var mjög Djössuð og róleg. Platan sem er full af ballöðum, svo sem “The Piano Has Been Drinking” og “Invitation to the Blues” sem er að mínu mati eitt fallegasta lag Toms. Small Change er talin vera sú plata sem lísir persónuleika Toms best hvernig hann var á þessum tíma þegar hann var hjá Asylium records. Maður heyrir greinilega á rödd Toms að þarna hann var yðin við drykkjuna. Á þessum tíma bjó hann á Tropicana Motel sem var á Santa Monika Blvd, Hollywood og var byrjaður með söngkonunni Rickie Lee Jones ( sem varð síðar fræg Sjálf ) sem hann drakk mjög mikið með, auk þess sem vinur hans Chuck E. Weiss gítarleikari drakk líka mikið með þeim. Tom reyndi mjög mikið að lifa lífinu sem hann lýsti í textunum sínum en fékk síðar ógeð af því og eftir of margar dimmar sukknætur áttaði Tom sig á því að hann gæti ekki haldið svona áfram. Eftir að Tom hafði gert tónlist fyrir myndina Paradise Ally eftir Silvester Stallone og gefið út plöturnar Foreign Affairs og Blue Valentine flutti hann til L.A og gekk í líkamsræktarklúp. En hann hafðu ekki verið lengi þar þegar Francis Ford Coppola bað hann að semja tónlist við bíómyndina “One From The Heart” og hann flutti aftur til Hollywood. Tom hafði mjog gott af því að vinna við One From The Heart því Coppola kenndi honum að setjast niður og skrifa músík. Þetta gaf Tom miklu meiri stjórn á lífi sínu og ást hans á tónlist. Þegar hann var að vinna við myndina kynntist hann líka handritshöfundinum og núverandi konu sinni Katleen Brennan. Tom varð mjög ástfangin af Katalínu og þau giftu sig árið 1980 ,sama ár og platan Heartattack and Vine kom út, hún átti eftir að hafa mikil áhrif á tónlistina hans og semur hún í dag flest lögin með honum. Tom hefur samið mörg ástarlög til Kathleen eins og t,d. Johnsburg, Illinois og Jersy Girl. Tom sagði líka að hún gæti legið á naglabretti með heklunál í gegnum vörina og samt drukkið kaffi í leiðinni, þess vegna væri hún kona fyrir hann. Árið 1981 kom út platan Bounced Checks sem var seinasta pata Toms hjá Asylium records og Herb Cohen. Tom var að semja efni fyrir næstu plötu sína “ Swordfishtrombone” og Herb fannst það efni ekki nógu útvarpsvænt þannig að Tom hætti hjá Asylium. Hann var að gera tilraunir með eithvað nýtt. Tom skrifaði því undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Island Records þar sem að ungir tónlistarmenn sátu við stjórnvölinn og vissu nákvæmlega hvernig Tom leið. Árið 1983 kom síðan út platan Swordfishtrombone sem markaði tímamót á tónlistarferli Tom Waits. Á plötuni kom Tom út úr skápnum sem ásláttarleikari af guðs náð. Tom notaði allt sem fyrir varð eins og t,d. stóla og dekkjafelgur. Lagið Underground er af þeirri plötu og það sem Tom sagði um það var að honum hafði alltaf langað til að gera lag sem hljómaði eins og stökkbreyttir dvergar að flytja Rússneskan mars, berjandi á pípur og þrammandi á trégólf. Á plötunni er líka lag sem heitir Frank´s Wild Years sem er með einum mergjaðasta texta sem hann hefur samið en Frank er maður sem býr með konunni sinni og litla Chowwow hundinum hennar. Hann verður síðan alveg geðveikur á öllum pirrandi smáatriðunum í lífi sínu. Hann drekkur sig fullan, hellir bensíni um allt húsið og kveikir í því. Hann vissi að konan var í vinnuni en var ánæður með að hafa náð að kála hundinum. Síðan tekur hann upp blæjuna á bílnum sínum og stefnir á þjóðvegin ( klikkað!! ). Plötur Tom Waits eftir Swordfishtrombone hafa einkennt þennan mikla áslátt og síðan hafa lagasmíðarnar líka orðið einfaldari. Tom er líka orðið mjög virtur hjá morgum frægum tónlistarmönnum og síðan hefur hann líka unnið með ýmsum frægum tónlistarmönnum. Hann og Keith Richards eru t,d. ágætis vinir og hafa þeir samið einhver lög saman. Tom hefur líka unnuð með hljómsveitinni Primus, en hann söng eitt lag á plötunni þeirra Sailing the Seas of Cheese sem kom út árið 1991. Plötur með Tom sem komu æut eftir Swordfishtrombon eru Anthology ´84, Asylum Years ´84,
Rain Dogs ´85, Frank's Wild Years ´87, Big Time ´88 sem er live plata,
The Early Years ´91, Bone Machine ´91, The Early Years Vol. 2 ´92,
Night on Earth ´92, The Black Rider ´93, Beautiful Maladies 98, Mule Variations ´99, Used Songs (1973-1980) ´01 sem er safnplata með bestu lögum Toms frá árunum 1973-1980. Síðan eru það Blood Money og Alice sem komu út árið 2002 en tónlistin á Alice er meira eins og eldra efnið með honum.
Tom Waits er tónlistarmaður sem engin ætti að láta framhjá sér fara og ef þú vilt heyra góða texta og góða tónlist þá er hann maðurinn.

Að mínu mati er hann líka einn mesti töffari sem uppi hefur verið.!!