Coal Chamber er:

Bradley “Dez” Fafara / Söngur
Miguel “Meegs” Rascon/ Gítar
Rayna Foss / Bassi
Michael “Bug” Cox / Trommur

Hljómsveitin Coal Chamber var stofnuð í Los Angeles árið 1994, og voru mjög fljótlega búin að gefa út Demo sem þau tóku upp sjálf, og gerði mikið fyrir þau í L.A.

Coal Chamber urðu að mjög vinsælli underground hljómsveit, og þetta gerðist allt á sama tíma og Korn voru að byrja í Bakersfield, Kaliforníu.

Haustið '95 fékk snillingurinn Ross Robinson í hendurnar demóið þeirra, og hann sendi Demóið til Monte Conner hjá útgáfufyrirtækinu Roadrunner. Hann varð orðlaus þegar hann heyrði opnunarlagið “Loco”, og heillaðist strax af söng Dez Fafara. Hann bauð þeim eiginlega strax samning hjá Roadrunner.

Allt gekk vel, þangað til að Dez hætti í bandinu. Hann hætti í næstum því hálft ár vegna þess að kærastan hans vildi ekki að hann væri stöðugt að vinna með bandinu. Hann varð eyrðalaus, og saknaði þess að syngja.

Svo loksins hringdi trommarinn Meegs í hann og grátbað hann um að koma aftur. Hann ákvað að gera það, og Coal Chamber line-upið var orðið eins og það átti að vera. Hinir meðlimirnir voru náttúrulega búnir að semja helling af efni, svo fyrstu mánuðina gekk þetta mjög hratt.

Roadrunner samningurinn gekk loksins í gegn jólin ´95, og bandið vildi finna þá bestu sem til voru til að pródúsera plötuna. Þeir sem urðu fyrir valinu voru þeir Jay Gordon (nú söngvarinn í Orgy) og Jay Baumgardner, sem vann hjá Roadrunner.

30 dögum seinna var búið að taka upp öll lögin og öll hljómsveitin var orðin dauðþreytt. Daginn sem þau byrjuðu að taka upp, fór konan hans Dez frá honum.
Hún tók allt frá honum, og þegar hún var að fara, fyrir utan húsið þeirra, spurði hún “Are you allright?” og Dez svaraði “Do I seem alright to you?” og þar með var kominn texti fyrir lagið “Unspoiled”.

Næstu 17 mánuðina var sveitin að túra til að kynna plötuna sína. Coal Chamber komu plötunni sinni í gull, þremur mánuðum seinna.

Eftir Ozzfest ´98 ákvað hljómsveitin að halda aftur í stúdíó og vinna að nýrri plötu. Platan fékk nafnið “Chamber Music” og á coverinu er núverandi kærasta Dez að spila á selló. Mér finnst persónulega hljómsveitin hafa breyst mjög mikið á þessari plötu frá þeirri gömlu.

Meegs gerir ótrúlega flotta hluti á gítarinn og þá mjög vel í lögum eins og
“Tyler´s song” (Tileinkað syni Dez) og “Not living”, úr myndinni Strangeland.

Coal Chamber spiluðu í Júlí ´99 með Insane Clown Posse, og ICP spörkuðu Coal Chamber úr túrnum. Þeir sögðu að Coal Chamber væru orsökin fyrir því að það væri léleg mæting á tónleika, og uppúr því hófust hótanir um málaferli, og Sharon Osbourne sagði í viðtali við Howard Stern, að Insane Clown Posse væru búnir að vera.

7 Maí, 2002 kom út platan Dark Days. Ég hef ekki hlustað neitt voðalega mikið á hana, en lagið “Fiend” er mjög flott, og er byrjaður að safna fyrir disknum.

Mange tak