Radiohead-Hail to the thief þann 24. mars síðastliðinn( í gær) kynntu Radiohead lagalistann á nýju breiðskífu sinni sem á að koma út í byrjun júní. Platan mun heita ,,Hail to the thief“ og mun hún innihalda 14 lög og er þessi breiðskífa með mestan lagafjölda af öllum sem þeir hafa gefið út.
Smáskífa sem mun bera titillinn og innihalda lagið ”There there" mun koma út þann 26. Maí

Lagalistinn

01 2+2=5
02 sit down, stand up
03 sail to the moon
04 backdrifts
05 go to sleep
06 where i end and you begin
07 we suck young blood
08 the gloaming
09 there there
10 i will
11 a punch-up at the wedding
12 myxomatosis
13 scatterbrain
14 a wolf at the door

Radiohead eru mjög ánægðir með þessa plötu og segja þeir að þeir hafi aldrei verið jafn sjálfsöruggir með neina plötu og þessa.

Tímaritið Filter fékk að heyra nokkur lög af nýju plötunni og þeir sögðust hafa orðið orðlausir

ég dánlódaði tónleikum sem Radiohead hélt í sumar á Salamnca og heyrði nokkur lög af þessum nýju lögum og þau eru frábær, þetta er miklu meira rokk heldur en þeir hafa verið að spila, ekki ólíkt Ok computer, það verður gaman að sjá (heyra) hvernig þetta kemur út hjá strákunum