Ég var að koma frá henni ömmu minni, og þar sem hún er með fjölvarpið asnaðist ég til að horfa á Mtv. Þar var “Marilyn Manson Night” og ég ákvað að glápa á þáttinn.

Þetta byrjaði á því að sýna gerð myndbandsins Tainted love, sem er nýjasta myndbandið með Manson, og lagið úr myndinni “Not another teen movie”.

Marilyn Manson, þessi ágæti tónlistarmaður, sem ég hef hlustað mjög mikið á í gegnum tíðina, er orðinn það sem ég hélt að hann myndi aldrei verða.
Sell out.

Ég veit, það er grátlegt að sjá manninn sem var á móti öllu commercial dæmi, orðinn að þessarri ótrúlegu poppstjörnu. Myndbandið, Tainted love er ekkert annað en P. Diddy með goth lúkkinu.

Þá fór ég að pæla í öðrum tónlistarmönnum sem hafa meikað það. Af hverju geta þeir ekki hætt bara og farið að pæla í öðru?

Tökum til dæmis hljómsveitina Korn. Fyrstu þrjár plöturnar eru að mínu mati frábærar. En eftir að sú næstsíðasta, Issues kom út fór tónlistin að víkja fyrir skónum, keðjunum og gellunum, og margir aðdáendur fóru í fýlu og vildu ekki sjá þá. Svo náttúrulega til að toppa þetta allt saman kom untouchables út núna í sumar og hún er algjört slys, allavega miðað við gömlu plöturnar.

Ozzy Osbourne, Metallica, og Marilyn Manson, Allir orðnir þreyttir og gamlir, að framleiða rusl svo þeir verði ennþá ríkari, eða bara út á athyglina.

En svo aftur á móti eru til hljómsveitir eins og Smashing Pumpkins, sem einfaldlega hætta bara þegar allt fúttið er búið.
Sumir skjóta af sér hausinn þegar þeir geta ekki meir, og stundum verða til hljómsveitir, sem virkilega þora að breyta til og er alveg sama þó að aðdáendaklúbburinn hætti vegna breyttrar tónlistarstefnu. Þá er ég að tala um Radiohead.

Radiohead byrjuðu alveg snilldarlega með plötunni “The Bends” og (Hablo eitthvað kom líka út, veit ekki hvenær) svo með “Ok Computer”. Svo breyttust þeir all svakalega með Kid A og Amnesiac.
Snillingar.

Jæja nú er þetta rugl búið hjá mér.

En ég ætla samt að vitna í snillinginn hann Kurt Cobain:

it's better to burn out than to fade away.