Jæja gott fólk.

Nú styttist í það að hljómsveit sem er búin að leggja ansi margt og mikið í sölurnar til að spila fyrir ykkur, komi til landsins. ARTIMUS PYLE heita þessir kappar og þið ættuð að hafa heyrt þeirra getið ef þið fylgist eitthvað með rokkinu hér á landi. Þessum drengjum hlakkar fáránlega mikið til að spila fyrir ykkur og vonum við að þið öll mætið á tónleika þeirra og styðjið við bakið á þeim og eflið um leið tónlistarmenninguna okkar. Án ykkar er engin menning. Þetta er í okkar höndum. Dragið sem flesta með ykkur og segið öllum frá þessu. Skrifið um þetta á öllum þessum heimasíðum: hugi, núlleinn, tilveran og hvað þetta allt heitir Þetta er ekki hefðbundin rokkhljómsveit og ´þeir munu koma ykkur á óvart.

SKÓLAFÓLK og ALLIR: Endilega hjálpið okkur að dreifa boðskapnum og plögga þetta. Það myndi breyta heilmiklu ef þið færuð hingað: http://www.dordingull.com/tonleikar og prentuðu út auglýsingarnar þar sem eru tilbúnar fyrir ykkur og hengið þær upp í skólunum ykkar eða nánasta umhverfi. Þetta er mjög mikilvægt og hjálpar gríðarlega mikið! Takk!
Á sömu síðu er að finna allar upplýsingar um tónleikana, viðtal um Íslandsferðina, myndir og fleira. Fylgist með daglega ef eitthvað kynni að breytast.

Hljómsveitin mætir með allskyns varning, boli, bækur, blöð, diska og plötur frá sjálfum sér og vinum. Góð fjárfestin það ;)


ARTIMUS PYLE (USA POWER TRIO) Sprengir hljóðhimnur almúgans á tvennum tónleikum í Reykjavík!!! Suddi og harka!



UNDIRHEIMAR FB - 14.MARS
800 KR. INN

All Ages

Húsið opnar kl. 19:00, leikar hefjast 20:00

ARTIMUS PYLE ásamt

I ADAPT & SNAFU (báðar hljómsveitir kynna nýtt efni!)



GRAND ROKK - 15.MARS
700 eða 800 KR INN (þið ráðið… allur ágóði fer í að borga hljóðkerfi, flugmiða og slíkt)

Stefnt að því að byrja 22:30

ARTIMUS PYLE ásamt

INNVORTIS og LUNCHBOX



Mætum öll og tökum vel á móti þessum DIY öðlingum!!!!