Andrew W.K. Partýdýr með meiru! Partýdýrið Andrew W.K hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið. Èg var að hugsa um að fræða ykkur aðeins um gaurinn.
W.K. stendur fyrir Wilkes-Krier(sem eru fjölskyldunöfn foreldra hans) einnig “White Killer”, og “Women Kum”.
Spilar hann blöndu af rokki poppi og danstónlist og notar píanó óspart í lögum sínum. Andrew byrjaði að læra á píanó fjögra ára gamall. 17 ára gamall var hannn byrjaðjur að semja og taka upp sitt eigið efni. Spilaði í Detroit punk og metal hljómsveitum
Flutti síðan til New York, vinir hans sendu demo af lögum hans til margra útgáfufyrirtækja en það var að lokum Bulb sem gaf út fyrstu plötu Andrews “Girls Own Juice” í byrjun ársins 2000 seinna sama ár gaf hann út “Party til you puke”.
Svo mikið var fjölmiðlafárið í kringum hann að honum var boðið að hita upp fyrir ekki minni menn en Foo fighters. Hann fékk svo samning við Island/Def Jam í Bandaríkjunum og Mercury í Bretlandi. Hann gaf síðan út Party Hard sem féll mjög svo í kramið hjá bretunum. Hann fékk mikið lof hjá NME og Kerrang! À fyrstu tónleikum Andrews var hann skallaður af áhorfanda og var sendur á sjúkrahús(sýnir bara hversu mikil áhrif þessi maður hefur á tónleikum). Svo var “ I get Wet” gefin út í lok árs 2001 í Bretlandi og vorið 2002 í U.S.A.

Andrew W.K. túraði mikið á þessum tíma. Kom m.a. á Hróarskeldu. Èg sá hann þar og skemmti mér MJÖG vel! Gaurinn getur gert ótrúlegustu hluti þrátt fyrir að hann klæðist þröngum gallabuxum!
Haltu áfram að rokka Andrés!!!
p.s. næsta plata Andrews kemur á þessu ári…. ég býð spenntur, en þið?


-Kreato
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)