Eins og flestir hér vita þá eru noise drengir búnir að vinna baki brotnu að fyrstu breiðskífu sinni, frá því í janúar. Ég verð að viðurkenna að ég var vægast sagt orðinn mjög spenntur þegar ég heyrði að þeir væru að koma í babýlon að frumflytja efni af væntanlegri plötu þeirra, sem mun heita From Zero To Something (töff nafn)!
Sama hvað ég hafði miklar væntingar til þessarra laga, þá bjóst ég ekki við svona mikilli SNILLD!

Loner: hafði ég heyrt áður, og finnst það ennþá tær snilld!

Paranoid parasite: er svo ógeðslega flott lag að það nær ekki nokkurri átt. Sjúklega kriftmikill söngur og geðveikur gítar sérstakelga sólóið og svo eru bassinn og trommurnar í hæsta gæða flokki, ragnar og stefán spila svo vel saman að það er eins og þeir hafi verið að því í mörg ár. Með því lagi hafa noise sýnt á sér algjörlega nýja hlið! Og sannað það að þetta er EKkert líkt nirvana.

Dark days (annaðhvort days eða ways) : Er svo enn frábrugðnara og er alveg massíft lag og söngurinn alveg 110% Klikkað flott og flókið lag, sem er keyrt áfram af þéttum bassa og trommum og geðsjúkum gítar, svo kórónar söngurinn þetta allt saman!

Hate: Hafði bara heyrt þetta lag á tónleikum og fannst það alltaf gott en þegar ég heyrði það núna þá varð ég ástfanginn! ÞEtta er eitt fallegast rokk lag sem ég hef heyrt í mjög langan tíma! Brjálaðaslega flottar raddanir hjá einari! Merkilegt hvað hann er orðinn þúsund sinnum betri að syngja, og var hann klikka góður fyrir!

Það verður geðveikt þegar platan kemur út. Noise er án efa uppáhaldsbandið mitt í dag, og sérstaklega eftir að ég heyrði viðtalið við þá í babýlon!

p.s. Hverjir hlustuðu á viðtalið? Og lögin náttútulega? Hvernig fannst ykkur?