Purrkur Pillnikk-Googoplex

Þetta er ein/n af mínum uppáhaldsdiskum/plötum. Èg drakk plötunna í mig er ég uppgötvaði hana í plötusafni foreldra minna. Mann ekki hversu gamall ég var 8 ára held ég….

Purrkinn skipuðu:
Einar Örn Benediktsson-söngur
Bragi Òlafsson-bassi
Friðrik Erlingsson-gítar
Àsgeir Jónsson-trommur
Þeir spiluðu líka á orgel, garðklúbbprik og fleira skemmtilegt.

Hvar eru þeir núna?:
Purkurinn byrjaði árið sem ég fæddist, nánar tiltekið 1982. Þeir hættu ´84 eftir glás af tónleikum, tvær stórar plötu(googoplex og ekki enn), eina tónleikaþröngskífu(maskínan), og eina þröngskífu(no time to think).
Einar Örn sá ég síðast í hlutverki kynnis á tónlistarhátíð Radio-X og Undirtóna, brillaði þar(að sjálfsögðu). Hann er annars alltaf eitthvað að leika sér að gera tónlist.
Bragi Òlafsson skrifar bækur af fullum krafti, síðast skáldsögunna Gæludýrin sem er gefin út af Bjarti, var hún tilnefnd til Ìslensku Bókmenntaverðlaunana 2001.
Èg verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað Friðrik Erlingsson hefur verið að gera síðan hann gaf út hina mjög svo mögnuðu bók Benjamín Dúfu.
Àsgeir Jónsson er víst dansari út í Svíþjóð, samkvæmt áræðanlegum heimildum

Snúum okkur nú að disknum sjálfum.

Lagalistinn er svona:
Fullkomnun
Àst no. 2
Vinir mínir
Kassinn minn
Svart/hvítt
Uppgjör
Mig langar
Kúgun
Òsigur
Itesrof
Ì augum úti
Lík-ami
Hambürger plaza

Gef ég lögum einkunn eftir því sem hér segjir:
S=Skemmtun
K=Kúlness
T=Texti
I=Innlifun(þet ta á oftast við um söngvarann, hversu mikið hann gefur í lagið)
R=Rytmi(taktur)

Stjörnur eru á skalanum 1-5



Fullkomnun
S=2.5 K=3 T=4 I=3 R=3.5
S= Ekki beint skemmtilegt lag
K= nokkuð kúl trommur
T=Mjög djúpar pælingar um að stinga einhvern með brauðhníf, kittlandi tilfinning það!
I=Kannski eru Friðrik og Àsgeir eitthvað að fíla sig, veit ekki með hina
R=Já nokkuð kúl

Àst no.2
S=4 K=4 T=4 R=4.5
S=Svona lag sem fær mann til að brosa og njóta þess að vera til
K=Kúl bassi hjá Braga(swingin´) og trommurnar mjög flottar og dansvænar einnig
T=Skemmtilegar hugsanir um ást um tilfinninguna að vera elskaður
I=Allir að fíla sig hér(enginn spurning!)
R= Cool bongo´s man!

Vinir mínir
S=4.5 K=4 T=4.5 I=4.5 R=4.5

S=Mjög skemmtilegt og kúl lag og óvæntur endir!
K=Bassi og gítar kallast á, magnað alveg!
T=Vinirnir… ”…allir sömu skítseyði og ég”.. fleiri orða er ei þörf
I=Teir eru að fíla sig í tætlur!!


Kassinn minn
S=3.5 K=4 T=4.5 I=4 R=4

S= Var eitt sinn mitt uppáhald, er kannski búinn að spila það of mikið!
K=Flott orgel í byrjun
T= Drakk textan í mig á sínum tíma; “Allir eru að berjast með kjaft´og klóm”
I=Einar er í góðu stuði hér
Svart/hvítt
S=4 K=4.5 T=4 I=3.5 R=4

S=Stutt og flott, Bragi og Ásgeir eiga góða spretti
K=Snilldartaktar hjá skáldinu við bassan
T=“Gengur sekur í sakleysi mínu” (bara Einar Örn hefði getað skrifað þennan.
I=Bragi is groovin
R=bassinn og trommurnar skemmta sér vel

Uppgjör
S=3 K=3.5 T=4 I=3.5 R=3
S= Svona lag sem gerir útá textann
K=Àgætis grúv
T=Ekki slæmur, enn Einar hefur ort margan betri
I=“Uhh!” (Einar í byrjun lags)
R=O.K.



Mig langar
S=4.5 K=4 T=5 I=4.5 R=4

S= Eitt skemmtilegasta lagið á disknum
K=Vá Bragi algjörlega að brilla!
T= Mjög vel upp byggður texti,ég hélt alltaf að hann væri að tala um kvennmann, tangað til þessi lína kom, “en þú……verður aldrei neitt nema dauður hlutur……
I= Òjá, ógeðslega fyndið þegar hann Einar fer að nota allar þessar raddir!
R=Mjög kúl bassalína og Àsgeir sýnir að hann kann sithvað á trommur

Kúgun

S=Svipað og uppgjör bara aðeins fjörugra
K=nokkuð kúl
T=Góðar heilræðavísur
K=nokkuð kúl
I=OK it´s Einar aight´
R=Allt í lagi

Òsigur
S=2.5 K=3 T=4 I=3.5 R=3
S=Frekar niðurdrepandi eins og nafnið gefur til kynna
K=Sama stefið gegnumgangandi ágætt alveg
T=Svona hugsa sumir um hversdagslega hluti; ”Jólin fara í taugarnar á mér, einnig bjartsýni næsta árs…" textinn er tað besta við lagið
R= Frekar einfaldur

Itesrof
S=4.5 K=3.5 T=5 I=4 R=4
S=Uppáhalds lag littla bróður á sínum tíma
K=Frekar un-kúl, en fyndid
T=Hvaða Itesrof ættli sé að plana árás á Ìrak?
I=Gaman hjá Einari og félögum
R=Flott, flott


Ì augum úti
S=4.5 K=5 I=4.5 R=4.5
S=Flotta flotta skemmtilega lag
K=Òjá bongótrommur dauðans og gítar lífsins og ekki skemmir bassinn fyrir þegar hann kemur inní
T= Besti textinn á disknum, eftir skáldið og rithöfundinn Braga Òlafss.
I=Einar brjálast á tímabili og fær flogakast!!!!!
R= Los bongos and drummos kúlos






Lík-ami
S=5 K=5 I=5 T=5 R=5
S=Vá mitt uppáhaldslag
K=Flottur bassi og trommurnar mar´
T=Lík-ami(fattiði)
I=Einar með mestu skræki sem Ísland hefur alið af sér
R= Þvílíkar trommur! Og bassinn skemmir ekki fyrir!!


Hambürger Plaza
S=5 K=1 T=4 I=4 R=3

S=Fyndið fyndið
K=Mjög lúðalegt lag
T=Fáránlega fyndinn
I=Fáranlegur karakter
R=slo´mo

Kaupið þennan disk núna hann á að vera til á öllum menningarheimilum!
Með fylgir annar diskur sem inniheldur; tilf, maskínuna og no time to think. Ùtí næstu plötubúð núna!!

-Kreato
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)