Á föstudaginn kom út platan Heimsendi 18 með hljómsveitinni Ókind sem kanski einhverjir muna eftir sem hljómsveitinni sem var í öðru sæti í Músiktilraunum 2002. Ég er búinn að fylgjast með hljómssveitinni frá því árinu 1999 og hef alltaf haft mjög gaman af henni en þó sérstaklega eftir að hún breytti um nafn (úr ß í Ókind) að hún fór virkilega að heilla mig. Hljómsveitinni hefur farið mikið fram og þróast (eins og gerist gjarnan meðal hljómsveita) á þessum tíma og eftir að ég sá þá spila á tónleikum í norðurkjallara í haust þá… Ég veit ekki hvað ég get sagt til að lýsa hrifningu minni.
Hljómsveitin vann stúdíótíma í múskiktilraunum og eru hún núna búin að nota þá til að taka upp plötuna Heimsendi 18. Ég man ekki eftir að hafa beðið með jafn mikilli eftirvæntingu eftir neinni plötu og ég gerði miklar væntingar til hennar.
Platan stóðst væntingar mínar og rúmlega það. Upptökurnar eru mjög vel heppnaðar og ég trúi varla hversu mikið af kraftinum sem Ókind hefur, skilaði sér á plötuna. Hljómurinn á plötunin er hreint út sagt æðislegur. Lagasmíðarnar og útsetningarnar eru frábærar og langar mig helst að nefna lögin “Snertið ekki málverkin”, “Ókind” og “peTra”.
Hljóðfæraleikur er til algjörar fyrirmyndar og hafa Ingi (gítar) og Biggi (bassi) báðir mjög skemmtilegan og persónulegan stíl. Frumlegur og skapandi hljómborðsleikur Steina finnst mér þó það besta í hljóðfæraleiknum en það versta er að það mætti vera meiri hljómborðsleikur.
Að lokum þá er hönnun á disknum einskaklega vel heppnuð en til gamans má geta að hann minnir mig svolítið á útlitið á weezer plötunni “pinkerton”.

Eðal plata sem þið verðið að tékka á ef þið fílið almennilegt rokk.
fæst á mjög sanngjörnu verði í 12 tónum, Japis og Sómalíu (sem er í MH).

Heima síðahljómsveitarinar er á www.okind.tk