Aðalsöngvarinn hann Arnar tók upp fyrstu kynningarútgáfu Leave á tölvunni hans heima hjá sér og hvíslaði í míkrafóninn þegar mamma hans og pabbi voru farin að sofa. Fyrsta plata Leaves, “Breathe”, var tekin upp á þennan hátt. Platan seldist upp innan við viku á útgáfumánuði þeirra, Janúar 2002.

Allir fjórir meðlimir Leaves eru bestu vinir, og gengið ákvað að stofna band - eitt af þessum sjaldgæfum dæmum þegar allt skal vera rétt. Þeir fluttu í rautt hús í miðborg Reykjavíkur, sem þeir leigðu af einum besta píanóleikara á Íslandi og byrjuðu að taka aftur upp lög.

Leaves spiluði í fyrsta sinn á tónleikum í hinu umbreytta myndlistargallerý í Reykjavík fyrir framan 800 aðdáendur af íslenskri músík mafíu á Miðvikudeginum 17.Október 2001. Þeir voru greinilega mjög taugaveiklaðir, en hitinn, og ringluð fegurð sjö laga þeirra héldu þeim vakandi. Eftir á, buðu þeir nokkrum aðdáendum sínum í partý heima hjá sér og var rokkað þar feitt.

Leaves spiluðu í fyrsta sinn erlendis á Bretlandi í Nóvember 2001, þeir spiluð á tveimur sýningum fyrir utan eitt kvöld með The Coral. Þeir fóru á tónleikaferðalag í Bretlandi með Bluetones í Desember 2001.
Fyrsta platan þeirra “Breathe” var gefin út 21. Janúar 2002, og Leaves snúðu aftur til Bretlands til að klára fyrsta tónleikaferðalagið sitt í Mars. Þeir spiluðu með The Coral, Doves og Electric Soft Parade í Apríl og Maí.

Mig langaði líka að nota tækifærið til að skapa smá umræður; Hvað er uppáhaldslagið ykkar með Leaves ? mitt er Deep Blue


-RaggiS