Stone Roses Hrár 60’s gítarleikur með 80’s trommu takkti einkennir hvað mest hina goðsagnakenndu hljómsveit The Stone Roses, sem varð á sínum tíma ein sú vinsælasta í bransanum og kom af stað ásamt, Charlatans, Happy Mondays og Inspirial Carpets sér Manchester tónlistarmenningu. Þó að Stone Roses sé frekar langlíf hljómsveit (85-96) gáfu þeir bara út tvær breiðskífur.

The Stone Roses grunnurinn, Ian Brown (söngur) og John Squire (gítar), voru báðir í hljómsveitinni English Rose sem lagði upp laupanna 1985. Ian og John fengu til liðs við sig trommarann Reni (Alan John Wren), gítarleikaran Andy Couzens og Pete Garner á bassa. Bandið æfði í vöru-skemmu í Manchester og á þeim upphafsárum spilu þeir blöndu af 60’s gítar-poppi og heavy-metal með keim af goth-rokk-i. Árið 1987 hætti Couzens í hljómsveitinni til að lifa venjulegu lífi og stuttu seinna hætti Garner. Bassinn var ekki lengi á lausu hjá Stone Roses því viku eftir gékk Mani (Gary Mounfield) til liðs við bandið. Bandið gaf út fyrstu smáskífu sína, “So Young”, stuttu seinna. Í desember 87 kom svo út síngull númer tvö, “Sally Cinnamon” sem breytti tónlistarstefnu þeirra heilmikið í það sem við þekkjum núna. Haustið 88 skrifaði The Stone Roses undir samning við Silvertone Records og gáfu út stuttu seinna “Elephant Stone” sem kom út á þeirra fyrstu breiðskífu, THE STONE ROSES.

Stuttu eftir “Elephant Stone” útgáfuna fóru þeir félagar í tónleika ferð og á þessari ferð spiluðu þeir víðsvegar um England og allir tónleikarnir í Manchester og Lundúnum voru uppseldir. Í maí ’89 gáfu Stone Roses síðan út frumraun sína sem hlaut hið frumlega nafn, The Stone Roses. Skífan innihélt ekki aðeins 60’s gítar popp heldur var nokkuð um samtímalegan rythma. Þriðja smásskífan þeirra var við lagið “She Bangs The Drums” og var það alltsvo þeirra fyrsta topp 40 smáskífa og hæst kommst hún í 9unda sæti á Billboard.

Núna langaði grúpunni að losna undan sammningi við Silvertone sem þeir skrifuðu undir rétt aður en frumraun þeirra kom út 1989 en ekki fengu þeir mikið að sjá af peningunum sem streymdu inn vegna vinsælda. Silvertone vildu ekki leyfa þeim að svipta sammningnum vegna þess að þeir voru samningsbundir allt til 1994. Ian, John, Mani og Reni kærðu því Silvertone og fór málið fyrir dómstóla þar í landi. Stone Roses vann málið og tvem mánuðum síðar, eða í mars 1991 skrifuðu þeir undir margra-milljónasamning við plötu risann Geffen (Nirvana, Weezer, Aerosmith, Kitaro).

Á næstu þrem árum unnu The Stone Roses að næstu plötu sinni öðru hverju. Þeir héldu viðtölunum við blaðamenn í skefjum og sögðu ekki allt of mikið frá næstu plötu sem allir voru að bíða eftir, sammt ekki allveg jafn dularfull og Portishead  Svo loksins haustið 1994 kom út þeirra önnur plata og jafn frammt sú síðasta, hlaut hún nafnið Second Comming, hlustanleg plata en jafnaðist ekkert á þeirra fyrri plötu. Second Comming eyddi tvem vikum á topp tíu í Bretlandi. Grúpan ætlaði að setja upp í alþjóðlegan túr eftir plötuna en allt breyttist það þegar Reni tilkynnti að hann væri hættur í bandinu. Stone Roses tóku sammt smá Ameríku-túr með nýjum trommara, Robbie Maddix sem hafði spilað í Rebel MC. John Squier braut í sér viðbeinið þegar hann lennti í hljólreiðaslysi og þurftu þeir því að hætta við hápunkt tónleikaferð þeirra sem átti að vera á 25 Glastonbury Festival-inu. Það átti að vera þeirra fyrstu tónleikar í Bretlandi í fimm ár.

John Squire tilkynnti vorið 96 að hann var að hætti í bandinu til að stofna virkaraband. Aziz Ibrahim tók við stöðu John’s þegar hann hættti og lét Noel Gallagher úr Oasis hafa það eftir sér að Aziz væri að taka að sér erfiðasta starf í heimi. Hljómsveitin entist nú ekkert lengur við þessa breytingu og lagði upp laupanna í október 1996. John og hanns virka band, Seahorses, gáfu út frumraun sína, Do It Yourself, í júní 1997 og hituðu upp fyrir Oasis á nokkrum tónleikum sama ár. Ian Brown gaf út sólóskífu sína snemma 1998, Unfinished Monkey Business, og er þetta eftilvill einhver af lögunum sem þeir tóku upp á þriggja ára upptökuferli Second Comming. Mani spilaði með Primal Scream og Aziz spilaði m.a. með Asis og Ian Brown.

Helstu verk The Stone Roses:
1989 The Stone Roses *****/*****
1994 Second Coming ***/*****
1996 Garage Flower **/*****
2000 Remixes **/*****
- garsil