Hver er langsamlega skemmtilegasta pönkrokksveitinn í dag?
Það er jú vissulega Elín Helena.

Þá gætu fáfróðir menn spurt sig; hvaða kerling er þessi Elín Helena? en hún er sko engin kerling heldur splunkuný og æsispennandi pönkhljómsveit sem á eftir að fá þig til að drekka bensín í lítravís.

Fyrir þá sem hafa enn efasemdir um þessa hljómsveit og eru að velta því fyrir sér af hverju þeir ættu að vera að eyða sínum dýrmæta tíma í að kynna sér nýtt pönk, þá eru hér nokkrar ástæður:

-þið mynduð ekkert eyða miklum tíma, því að lögin eru hvort eð er ekkert sérstaklega löng.

-þetta eru menn með skoðanir. Hey!

-þó að þeir séu reiðir eru þeir ekkert leiðir, þvert á móti eru þeir fullir af geðveikislegri bjarsýni um að geta breytt ástandinu í landinu. Jibbí Dibbí Dei!

-hvers vegna ekki?

-þú ert hvort eð er löngu búin/n að fá leið á þungarokksveitum sem heita asnalegum nöfnum.

-clash, stooges, pistols,purrkurinn og spírandi baunir eru löngu hættar að gefa út nýtt efni.

-þú ert hvort eð er búin/n að lesa þetta langt, er þá ekki allt eins gott að kíkja á málið?

Hægt er að nálgast nýjasta smellinn, Ekki Séns, á rokk.is og jon.is.

Einnig kemur út fyrsta og besta smáskífa þeirra eftir helgi og ber hún nafnið “skoðanir á útsölu” og verður hægt að nálgast hana í sumum hljómplötuverslunum.

Einnig er hægt að senda fyrirspurinir á elinhelena@hotmail.com

Jibbí Dibbí Dei!