Thom Yorke og félagar í Radiohead eru búnir að taka upp nýja plötu og er áætlaður útgáfudagur samkvæmt pitchfork á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þó eru aðrar heimildir á netinu sem segja plötuna koma út í mars.
Vinnuheiti á plötunni er annars vegar “2+2=5” eða “Are you listening.”
Radiohead spiluðu nýja efnið á tónleikaferðalagi í ágúst á síðasta ári, og eru líklegustu lögin til að lenda á plötunni þessi:
There There
Scatterbrain
Wolf at the Door
Lift
Up on the Ladder
Punch Up at a Wedding
Sail to the Moon
Myxamatosis
We Suck Young Blood
Sit Down, Stand Up
Where I End and You Begin
Go to Sleep
2+2=5
I Will

Nýju lögin eiga að hljóma eins og blanda af því besta af fjórum síðustu plötum sveitarinnar, þ.e. The Bends, O.K. Computer, Kid A og Amnesiac, þó ekki eins tilraunakennd og þær tvær síðast nefndu. Ég hef sjálfur hlusta á nokkur af nýju lögunum og lofa þau mjög góðu. Þetta er nokkuð í anda O.K. Computer þó þau beri öll sín séreinkenni og engin bein endurvinnsla á ferðinni að mínu mati.
Maður ætti því heldur betur að geta látið sér hlakka til sumarsins!