Mikið hefur verið rætt um væntanlega breiðskífu hljómsveitarinnar Noise undanfarið og hef ég nú loksins góðar heimildir fyrir því að þeir séu búnir að vera að vinna baki brotnu við plötuna síðan í desember. Ég ætla því aðeins að renna yfir sögu Noise.

Sveitin var stofnuð einhvern tímann árið 2001 og sá ég þá fyrst á músíktilraunum það árið. Ég fílaði þá um leið og fannst þeir frábærir, kraftmikið og flott rokk. Þeir komust í úrslit en lentu ekki í neinu sæti, því miður.

Um það bil mánuði eftir tilraunirnar kom svo myndband við lagið ópíum í spilun á popptíví og skjá einum. Ágætt myndband við annars frábært lag. Það myndband hlaut miklar vinsældir og sá ég það af og til í rúma tvo mánuði.

Síðan tróðu þeir upp með öllum fremstu rokkurum landsins á Nirvana tribute tónleikunum á gauknum, sem RadíóX stóðu fyrir. Og þess má til gamans geta að þetta eru fjölmennustu tónleikar á gauknum síðan Ham comebackið var.

Daginn eftir það spiluðu þeir ásamt Coral í hinu húsinu fyrir troðfult hús. Mjö góðir tónleikar og báðar hljómsveitirnar brilleruðu!

Svo í nóvember eða desember kom loksins lag með þeim í útvarpið á RadíóX og Rás2, að ég held. LAgið Frílóder(örugglega vitlaust skrifað), sem lét mig virkilega fara að dýrka Noise! Enda sjúklega flott lag þar á ferð. Lagið var spilað í rúmlega hálft ár og verður því að teljast langlífur útvarpsslagari.

Á X-mas tónleikunum 2001 komu þeir líka fram. Þá með aukagítarleikara og verð ég að segja að ég hafði aldrei heyrt Noise svona þétta áður, með ný lög og annan gítarleikara (úr Coral)

Svo sá ég þá líka í gamla sjónvarpshúsinu á hardcore tónleikum. Þá voru þeir einnig með aukagítarleikara, þann sama og voru ennþá flottari.
Þeir tónleikar voru eftirminnilegir og fóru Noise, D.U.S.T og I adapt algjörlega á kostum!!! Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef sótt.

Það síðasta sem ég sá svo með Noise var á Vídalín með hljómsveitinni Molesting mr.Bob, sem voru aðeins of harðir að mínu mati en samt asskoti skemmtilegir! Svo spiluðu noise aftur með annari hljómsveit, sem ég held að heiti bob. Noise voru algjorlega brill þar og bob einnig ágætir. Þetta voru síðustu tónleikar Noise áður en trommarinn þeirra hætti, eða var rekinn (veit ekki hvort)

Og núna eru þeir loksins að klára plötuna sína, sem ég er búinn að bíða eftir í ofvæni!!! Ég veit ég hljóma eins og einhver algjör grúppía en það er eg nú reyndar ekki. Ég einfaldlega elska þessa frábæru sveit.

Uppáhaldslögin mín eru:
Paranoid parecide
lóner
frílóder
og svo eitthvað geggjað lag sem ég man ekki hvað heitir, eitthvað favourite eitthvað(held ég)

Hvað finnst ykkur um þetta band? og hver eru uppáhaldslögin ykkar með þeim?

bolinn

p.s. ef einhver ætlar að vera með skítkast þá megiði frekar sleppa því, enda bara hallærislegt!