Ike Ike er líklegast frægastur fyrir að vera ofbeldishneigður,
vondur eiginmaður sem er svolítið leiðinlegt þar sem hann er,
eða var að minnsta kosti frábær tónlistarmaður.

Allar sögurnar af illum gjörðum Ike gagnvart Tinu eru stórlega
ýktar. Ike var að vísu enginn dýrlingur en ímyndin sem flestir
hafa af honum er maður sem beitti eiginkonu sinni öllum
tegundum ofbeldis og hélt síðan sí og æ fram hjá henni.
Ike er að mínu mati mjög vanmetinn tónlistarmaður og ég
myndi jafnvel ganga svo langt að segja að hann hafi verið
betri en drottningin sjálf (Tina Turner, sem bæta má við að
hefur aldrei samið lag).

Ike Turner and The Kings of Rythm hafa hins vegar samið
ýmis prýðisgóð lög sem hafa legið í skugga heimilisofbeldis
Ike síðan kvikmyndin um ævi Tinu Turner, What´s love got to
do with it kom út. En eftir að Ike sá hana lögsótti hann
Touchstone fyrirtækið fyrir ósannindi, málið endaði þó með því
að Touchstone borgaði væna summu til þess að fá Ike til að
þegja.

Erfitt gæti þótt að komast yfir sólódiska með Ike þar sem
flestir diskar hans sem fást í Skífunni er diskar Ike & Tinu. En
komist einhver yfir einhverja diska s.s. I like Ike! The Best of
Ike Turner mætti mæla með lögum eins og:

Getting Nasty
Rocket 88
Peg Leg Woman
o.fl.