David Pajo


For-tíð, Slint, Tortoise:

David Pajo er fæddur í Texas 1968 (sem gerir hann bráðum 35 ára), en flutti fljótt til hans langtíma heima-bæ Louisville. Þar kynntist hann síðan gítar/söngvaranum Brian McMahan sem var stofnandi hljómsveitarinnar SLINT ásamt trommaranum Britt Walford og Ethan Buckler á bassa, og spilaði Pajo með þeim. Þeir Slint-liðar gáfu út sína fyrstu plötu ’89 sem fékk nafnið Tweez (með mynd af Saab framan á) og ’91 kom út platan Spiderland sem hlaut rosalega hylli og er ein af bestu plötum 10. áratugarinns. Slint leistist fljótt upp eftir plötu þessa, Buckler fór rétt eftir Tweez og stofnaði King Kong (nýr bassaleikari kom í staðin, Todd Brashear). Wallford spilaði með kvenn-hljómsveitinni Breeders, McMahan og nýi bassinn Brashear spiluðu síðan með Will Oldham í nýju “protjecti” Palace og kam meiri að segja hingað til lands eitt sinn með Will Oldham.
David Pajo hinnsvegar lánaði Stereolab og The For Carnation (sem innihélt McMahan) gítarleik sinn, spilaði á bassa í Royal Trux, trommur á King Kong og spilaði á allt með Palace (Will Oldham). 1996 kom hann inn í hljómsveitina Tortoise fyrir meistara-verkið Millions Now Living Will Never Die en hætti stuttu fyrir upptökur á TNT.


“M” verkefnin:

Pajo gaf út sína fyrstu sóló-skífu undir nafninu Aerial M ’97 (As Performed By…) og ‘99 kom Post-Global Music, re-mix plata sem meðal annars Bundy K. Brown og Tied + Tickled Trio veittu honum stuðning.
Pajo gaf svo út Live From a Shark’s Cage ’99 undir nafninu Papa M. Ef maður hlustar á þessa plötu þá er hún allt annað en maður á að venjast frá hanns fyrri tímabilum hér er um að ræða blanda af Slowcore, Inde-Rokki og Lo-Fi. 2001 gaf Papa M svo út plötuna Whatever, Mortal og fékk hann til liðs við sín þau Britt Walford (Slint, Breeders) á trommur, Tara Jane O’Neil (Come, Retsin) á banjó og gítar og Will Oldham á Bassa, píanó, gítar og bakraddir, sjálfur söng Pajo spilaði á bassa,gítar, sítar, banjó, hljómborð, munnhörpu og hvaðeina.


Nú-tíminn, fram-tíðin:

Nú er David Pajo í nýju hljómsveitinni hans Billy Corgan’s úr Smashing Pumpkins, Zwan. Þeir, eða réttara sagt þau (kvennkyns bassi, Paz Lanchantin) eru ný búinn að gefa út plötunna Mary Star of the Sea sem er allveg ágætis byrjun, nema hvað gítarleikur David’s nýtur sín ekki í svona Corgan tónlist, finnst mér. en sammt fín hljómsveit og allt það. Heyrði ég einhverstaðar að Pajo ætli að gefa út nýja sóló-plötu undir einhverju “M” nafni en ekki veit ég hvað er satt í því.

Helstu verk Pajo:

1997 As Performed By… (aka Aerial M)
1999 Post-Global Music (aka Aerial M)
1999 Live From a Shark's Cage (aka Papa M)
2001 Whatever, Mortal (aka Papa M)


Helstu verk útan sóló-ferills:

1999 Bonnie Prince Billy I See a Darkness - Mixing
2001 Bonnie Prince Billy Ease Down the Road - Trommur, bassi, gítar…
1995 The For Carnation Fight Songs - Gítar
1992 King Kong Old Man on the Bridge - Conga
1999 Matmos - West - Gítar
2001 Mogwai - Rock Action - Bakraddir, gítar
1998 Will Oldham - Little Joya - Bassi
2000 Will Oldham - Guarapero: Lost Blues 2 - Bassi, gítar, trommur…
1997 Palace Brothers - Lost Blues & Other Songs - Bassi, gítar, trommur…
1999 Royal Trux - Veterans of Disorder - Bassi
1989 Slint - Tweez - Gítar
1991 Slint - Spiderland - Gítar
2003 Zwan - Mary Star of the Sea - Gíta
- garsil