Kings of convenience Þar sem plata með Erlend Oye einum af tveimur meðlimum í
hljómsveitinni Kings of Convenience. En bandið er frá
borginni Bergen í Noregi og spilar tónlist sem líklegast myndi
flokkast undie Indie pop. Erik Gamblek Boe heitir hinn
helmingur dúettsins sem sem gáfu út þeirra fyrstu plötu árið
2000 sem hét sama nafni og hljómsveitin. Athugið að nöfnin
þeirra Oye og Boe eru skrifuð með skrítnum ö-um sem ég veit
ekki hvernig á að skrifa. Önnur plata þeirra, Quiet is the new
loud, kom út ári seinna, Versus, remix plata kom út sama ár.
Strákarnir spila aðallega á Acousyic gítara ásamt söng en
nota einnig oft trommur og píanó. Samstarf þeirra við
Röyksopp hefur verið þó nokkuð mikið enda eru þeir frá sama
landi og sama bæ (held ég). Önnur plata þeirra hefur fengist
á Íslandi.

Plata Oye sem kom út í gær heitir Unrest og verður vonandi
hægt að nálgast í Hljómalind. Ég hef í raun engu við þetta að
bæta en vona að þið getið það.

P.S fyrir áhugasama mæli ég með plötunni Quiet is the new
loud