Ég var að lesa grein í fréttablaðinu um notkun á forritinu Dc++ sem er einsog flestir vita, eitt af mörgum PeerToPeer forritum sem er í gangi, s.b.r. Kazaa, Soulseeker, Napster o.fl. Þar var viðtal við hinn margumrædda Magnús hjá Stef, sem var góðkunningi allra landsmanna í sjónvarpinu á árum áður. Þar talar hann um að þetta eigi ekki að viðgangast, að dreifa íslenskri tónlist svona hömlulaust um netið.

Mér minnir, þótt ég þori ég selji það ekki dýrara en ég keypti það, að aldrei áður hefur plötusala á íslandi gengið jafn vel og seinustu jól. S.b.r. að Írafár var söluhæsta hljómsveitin með yfir 15þús seld eintök. Því má með sanni segja að íslensk tónlist sé á uppleið????

Þrátt fyrir að þetta sé allt gott og blessað þá er maður farinn að heyra gróusögur að þeir hjá stef séu farin að ráðast á litlu fyrirtækin, litlu sjoppurnar og rakarastofurnar, og farnir að krefjast af þeim Stef gjöld ef að þeir vilji fá að hlusta á tónlist í vinnunni. Þeir eru jafnvel farnir að gerast það kræfir að njósna um þessi fyrirtæki og athuga hvort að það leynist einhverjir “glæpamenn” inní þessum fyrirtækjum sem hlusta “ókeypis” á útvarpið. Nú er mér spurn, er þetta ekki tvísköttun? Nú borga útvarpsstöðvarnar himinháar fjárhæðir í stef gjöld svo að hlustendur geti fengið að njóta að hlusta á fallega tóna. Jújú talað er um að það þurfi að borga vegna þess að þetta eru opinberir staðir sem um er talað. En ég efast um að einhverjir fari í klippingu til að geta hlustað á góða tónlist, eða fari útí sjoppu til að geta hlustað á nýjasta diskinn með…

Nú er síðan annað mál að stef er að fá þvílíkar fjárhæðir inn til sín frá hinum og þessum aðilum, m.a. af sölu tómra geisladiska. Í hvað eru þessir peningar að fara? Oft heyrir maður tónlistarmenn tala um það að þeir séu að fá ekkert í stefgjöld þótt að tónlistin þeirra sé sú vinsælasta á ljósvakanum í dag. Heyrði ég hann Ómar í Quarashi tala um að hann hafi fengið 10þúskall í stefgjöld, og meirihlutinn af því hafi komið útaf þáttöku hans í Rottweiler lagi. Mér er farið að finnast að öll þessi pressa á stefgjöld sé vegna þess að Magnúsi Kjartans og starfsfólki hans finnist buddan þeirra vera orðin hálftóm. Nú veit ég ekki hvort að hið opinbera borgi launin þeirra eða þeir taki þau úr vasa tónlistarmanna en eitt veit ég þó að þessi maður er orðinn einn
sá óvinsælasti maður hér á íslandi, þá næst á eftir Osama Bin Laden.
E'ða hvað finnst ykkur?