Í kvöld mun ferðalag Ensími og Brain Police hefjast. Þessi tvö rokkbönd hafa tekið höndum saman og ákveðið að skella sér á túr. Ensími hafa starfað í þónokkurn tíma og gefið út þrjár plötur, Kafbátamúsík (1998), BMX (1999) og Ensími (2002). Ensími eru einmitt að kynna þriðju plötu sína “ Ensími” um þessar mundir og munu meðal annars fara til Bandaríkjanna í mars til að spila á South By Southwest hátíðinni (www.sxsw.com)ásamt fleirum tónleikum. Brain Police voru sigurvegarar á tónlistarverðlaunum Radio-X og Undirtóna nýverið með þrjú verðlaun enda þrusu rokksveit á ferðinni. Þeir eru á leiðinni í Stúdíó á næstunni til að fylgja eftir stuttskífunni Master Brain (2002). Sú plata mun koma undir merkjum Eddu Miðlunnar en áður gáfu þeir út plötuna Glacier Sun (2001).
Hljómsveitirnar eru sjaldan á ferðinni utan Stór-Reykjavíkur svæðisins og því tilvalið að nota tækifærið og skella sér á tónleika enda ekki á hverjum degi sem svona konsert býðst.

- Svona líta dagsetningarnar út:

04.02.03 Keflavík Frumleikhúsið
05.02.03 Reykj avík Gaukur Á Stöng
06.02.03 Akranes Bíóhöllin
07.02.03 Akureyri Dynheimar (16 ára )
08.02.03 Húsavík Hótel Húsavík
14.02.03 Reykjavík Grandrokk