Ég var ekki viss um í fyrstu hvar ég ætti að setja þessa grein, því platan sem þetta fjallar um er strangt til tekið ekki Rokk. Mér datt í hug raftónlist en það á heldur ekki við.
Platan (eða öllu heldur geisladiskurinn) sem um er að ræða er Heathen sem er nýjasti David Bowie diskurinn (kom út fyrir ári síðan eða svo) og er hann þrusugóður.
Á umslaginu er David með hvít draugaaugu og í drungalegum jakkafötum, inn í hulstrinu eru afar sérkennilegar svarthvít gráar myndir sem eru nokkuð skemmtilegar og fallegar.
Diskurinn sjálfur er afar skemmtilegur. Ég mæli sérstaklega með I took trip on a gemini spacecraft og Afraid en diskurinn er samt ekki með nein léleg lög. (utan við fyrsta lagið sem þarf að venjast þ. e. hljómar ekki vel við fyrstu hlustun).
David spilar á hljómborð, trommur, stilophon, syngur bæði aðal og bakraddir og þar að auki spilar hann á gítarinn líka sem mér finnst nokkuð gott fyrir mann sem er að nálgast sextugt. Pælið í því.
Maðurinn fæddist 1947 sem gerir hann ári yngri en George Harrison. Á ævi sinni þá hefur hann gert sýrupopp í anda bítlanna, svolítið leiðinlega eighties músík, sungið með rolling stones og queen, gert allskyns Teknó tónlist, leikið sér aðeins með hart rokk: bæði í pönki og jafnvel jaðrað við harðkjarna, hann hefur einnig leikið ljúft píanópopp og bara spilað skemmtilegt gamaldags rokk.
Má benda á góð lög eins og Pretty things, The laughing gnome, Life on mars, Space oddity (auðvitað), The man who sold the world (sem Nirvana tóku á sínum tíma), under pressure svo eitthvað sé nefnt.
Ég vona að einhver sem lesi þessa grein geti bent á heimasíðu hans en þar er hægt að downloada lögunum hans.
En allaveganna, Heathen er fyrsta góða plata hans í langan tíma, hún er ekki afturhvarf í einhvern gamlan tíma heldur er hún mjög frábrugðin öðrum plötum hans. (eins og reyndar þær allar). Þar er mjög áberandi flottar strengjaútsetningar og sérstakar laglínur sem minna svolítið á teknó en eru þó allar spilaðar á hefðubundin hljóðfæri.

Ég mæli hiklaust með henni og vona að þið tékkið á henni.
Og endilega má einhver segja mér hver heimasíðan hans er.