My bloody valentine - loveless
Platan Loveless með My bloody valentine er að mínu mati ein af betri plötum sem gerðar hafa verið og ég ætla hér á eftir að rekja sögu sveitarinnar stuttlega og hina stórmerkilegu sögu af því hvernig þessi áhrifamikla plata varð til.

Kevin Shields (Gítar/söngur/lagahöfundur&Colm O´Ciosoig stofnuðu hljómsveitina My bloody valentine árið 1984 en þeir höfðu áður verið saman í hljómsveit sem kallaðist Complex. Þeir fengu til liðs við sig tvo meðlimi þau Dave Conway og Tinu, fluttu til Berlínar og skrifðu þar undir plötusamning við lítið útgáfufyrirtæki sem kallaðist Tycoon. Hjá þessu fyrirtæki gaf hljómsveitin út plötuna “This Is Your Bloody Valentine” sem þótti vera frekar slök, og var sögð léleg stæling á hljómsveitinni The Birthday Party og einnig þótti hljómborðsleikur Tinu gefa svolítil Doors áhrif.
Eftir þetta flutti þau aftur til Englands og gáfu út singulinn “No Place To Go” og E.P. plötuna “Geek!” hjá Fever Records árið 1986 og á þessum tíma gekk bassaleikarinn Debbie Goodge til liðs við hljómsveitina. Seinna sama ár skiptu þau aftur um útgáfufyrirtæki og gáfu út E.P. plötuna “The New Record By My Bloody Valentine” , Dave Conway og Tina hættu og Belinda Butcher gekk til liðs við sveitna. Hún spilaði á gítar og söng ásamt Kevin.
Það að Belinda byrjaði að syngja hafði mikil áhrif á stíl sveitarinnar og eftir að hafa flutt sig yfir á enn eitt útgáfufyrirtækið gáfu þau út tvær smáskífur: “Sunny Sundae Smile” og “Strawberry Wine” (1987).
Eftir eina smáskífu til viðbótar “Ecstacy” fyrir sömu útgáfu flutti hljómsveitin sig til Creation útgáfunar en það gerðist með þeim hætti að einn af höfuðpaurum Creation, Alan McGee mætti á tónleika með Mbv í janúar 1988. Hann hafði reyndar heyrt í hljómsveitinni áður og bjóst ekki bið miklu því þá fannst honum hljómsveitin ómerkileg og afar ófrumleg. En á þessum tónleikum var allt annað að sjá til sveitarinnar Kevin hafði tekið þá ákvörðun að gera tónleika tónleika sveitarinar eins óþægilega og hægt var, og hár skerandi gítarinn gekk algerlega fram af fólki sem tók um eyrun og hljóp út. McGee bauð hljómsveitini samning á staðnum.
Mbv gáfu út tvær smáskífur þetta ár:You Made Me Realise“ og ”Feed Me With Your Kiss“ sem fengu gríðar góða dóma og í desember kom svo stóra platan Isn't Anything út og var einnig vel tekið af gagnrýnendum, og voru margir tónlistarmenn agndofa yfir gítarsándi Kevins sem var ólíkt öllu sem menn höfðu heyrt áður.
Platan seldist samt ekkert voðalega mikið en hafði áhrif á margar hljómsveitir sem komu fram á þessum tíma t.d. Chapterhouse, Slowdive, The Boo Radleys og Ride.
Hljómsveitin hófst fljótlega handa við að taka upp næstu stóru plötu eyddi í það fúlgu af fjár frá Creation útgáfunni. Þetta var fyrst og fremst vegna fullkomnunaráráttu Kevin Shields og löngun hans til að búa til eitthvað sem var alveg nýtt. Þetta reyndi á þolinmæði allra upptökumenn komu og fóru, útgáfufyrirtækið beið og beið og hinir hljómsveitarmeðlimirnir líka, sem þurftu að horfa á Kevin dag eftir dag í stúdíóinu vera fikta eitthvað klukkutímum saman til að ná rétta gítarsándinu eða til að haf trommusándið nákvæmlega eins og hann vildi. Dag eftir dag gekk þetta svona Kevin mætti ekki með neitt tilbúið efni til að taka upp, reyndi að finna rétta sándið en ekkert gekk og í dagslok hafði ekkert verið tekið upp. Kevin neitaði að hleypa starfsmönnum Creation útgáfunar inn í stúdíóið og því hafði engin hugmynd um hvað hann var að gera eða hvernig platan gengi. Eftir langan tíma náðist að klára nógu mörg lög til að gefa út E.P. plötuna ”Glider" . Gagrýnendur voru yfir sig hrifnir og sérstaklega af laginu Soon.
Kevin hélt áfram að skipta um upptökumenn og reyna að klára plötuna. Eftir langan tíma sendi hann svo McGee meira efni á kassettu en McGee hringdi í Kevin og sagði að kassettan væri biluð, en hann útskyrði fyrir honum að lögin ættu að vera svona. Og í febrúar 91 kom önnur E.P. plata sem kallaðist Tremolo. Þessi plata fékk einnig mjög góða dóma og nú biðu allir eftir að heyra plötuna. Þetta jók pressuna á Kevin og einnig sérvisku hans og nú vildi hann t.d. ekki leyfa upptökumönnunum að heyra söng Belindu meðan hann var tekinn upp, og því hafði engin hugmynd um hvað textarnir fjölluðu.
Í nóvember 1991 kom Loveless svo loks út, tveimur og hálfu ári eftit að upptökur hófust. Þetta ævintýri hafði hinsvegar kostað sitt því Creation útgáfan fór nánast á hausin því hljómsveitin hafði eytt hálfri milljón punda í upptökur, og McGee neyddist til að selja Sony helminginn í fyrirtækinu. Þessi gríðarlegi kostnaður stafaði náttúrulega af því hve langan tíma þetta hafði tekið og einnig vegna þess að Kevin Shields hafði ráði og rekið 17 upptökumenn við gerð plötunar. Hljómsveitinni var sagt upp af Creation út gáfunni en plata Loveless uppfyllti samt allar þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Þetta var eitthvaðsem aldrei hafði verið gert áður.
Mbv fór svo í tónleika ferð til Bandaríkjana og síaðr um Bretland. Í framhaldi af því fengu þau samning við Island records en gáfu bara út eitt cover lag fyrir þá. Sagan segir samt að þau hafi verið búinn að taka upp allt fyrir næstu plötu nema Kevin átti eftir að taka upp gítarana þegar hljómsveitin leystist upp.
Loveless hefur haft gríðarleg áhrif á margar hljómsveitir og má þar nefna Mogwai, Godspeed you blackemperor og Sigur rós (Heyrist sérstaklega á Von að mínu mati).