Slint Hljómsveitin Slint var stofnuð árið 1987 í Louisville í Kentucky Bandaríkjunum eftir að hljómsveitin Squirrel Bait hætti að störfum.

Squirrel Bait var stofnuð af gítarleikaranum/söngvaranum Brian McMahan ásamt trommaranum Britt Walford, óskuðu þeir eftir fleiri hljóðfæraleikurum í bandið svo þeir héldu inntökupróf. Til liðs við þá bættist eftir prófið bassaleikarinn Clark Johnson, Gítarleikaranum David Grubbs og auka-söngvaranum Peter Searcy. Gáfu þeir “félagar” út plötuna Skag Heaven árið ’87 en stuttu eftir þessa frumraun voru dagar Squirrel Bait taldir. Brian og Britt héldu áfram en fengu í lið við sig gítarleikarann David Pajo og bassaleikaran Ethan Buckler.

Hljómsveitin fékk nafnið Slint og tóku þeir upp plötuna Tweez með pródusernum Steve Albini (Nirvana, Pixies, PJ Harvey) og gáfu út árið ’89 af útgáfufyrirtækinu Touch & Go. Stuttu eftir þessa plötu yfirgaf bassaleikarinn Buckler hljómsveitina en stofnaði aðra sem fékk nafnið King Kong. Þegar svo kom að því að taka upp næstu plötu þurfti að fynna annan bassaleikara og Todd Brashear. Platan fékk nafnið Spiderland og kom út ’91. Þessi plata er eftil vill ein besta plata tíunda-áratugarinns í experimental/indie-geiranum (Mogwai, Dirty Three, Sonic Youth, Tortoise).
Spiderland var von um meiri úrkomu hjá hljómsveitinni en varð að loka plötu Slint eftir að erfiðleikar innanborðs fóru stækkandi og hætti Slint fljótlega eftir plötuna. Þó fyrir aðdáendur gaf Touch & Go út tveggja laga þröng-skífu árið 1994 tvem árum eftir að bandið hætti, en ekki var þetta nýtt efni heldur efni sem Slint hafði tekið upp milli stóru platnanna sinna.

Af þeim Slint-verjum er nú að frétta að David gékk til liðs við hljómsveitina Totoise, Britt trommaði undir dulnefninu Shannon Doughton með kvenn-hljómsveitinni The Breeders (með Kim Deal, bassaleikonu Pixies) og eftir það fór hann bak við settið hjá fyrrum hljómsveitarmeðlimi Slint, Ethan Buckler, og hljómsveitar hanns King Kong. Hinir tveir Brian og Todd hjálpuðu hinsvegar Will Oldham með verkefnið sitt sem hann kallaði ýmist Palace, The Palace Brothers og Palace Songs og nú undir lokin sameinuðust kraftar Brian’s og David’s í hljómsveitinni For Carnation.

Ég hvet alla sem hafa áhuga á “síð-rokki” að tékka á þessu bandi, þ.a.s. ef það hefur ekki heyrt í því áður.

Helstu verk:
1989 – Tweez ****
1991 – Spiderland *****
1994 – Slint (EP) *****
- garsil