Seattle í Bandaríkjunum hefur alið af sér marga góða rokkara.T.d Nirvana, Pearl jam og Pixies. Frægðarhljómi þeirra fölnar þó í samanburði við frægasta rokkara frá Seattle, Jimi Hendrix.(kannski eru þið ósammála)
Jimi Hendrix fæddist í Seattle 27. nóvember 1942. Hann var af fátæku verkafólki kominn og átti stormasama barnæsku. Hann gekk í herinn og var sendur til Víetnam í upphafisjöunda áratugsins. Þar kynntist hann þeim anda uppreisnar og frjálsræðis sem sveif yfir á þeim tíma.
Hendrix hætti í hernum og snéri sér alfarið að gítarleik. Árið 1966 stofnaði hann hljómsveitina The Jimi Hendrix Experience. Jimi skóp sér fljótlega sinn eigin stíl. Hann var óheflaður í framkomu, villtur á sviðinu og braut gítara eða kveikti í þeim eftir því sem honum þóknaðist, lifði hátt og hratt. Jimi Hendrix var gítarleikari af guðs náð og ruddi á því sviði mörgum nýjungum btaut. Óhætt er að segja að ef hans hefði ekki notið við væri rokktónlist okkar daga ekki svipur á sjón. Gítarhetjan Jimi Hendrix lést aðeins 28 ára gamall, 18. september 1970, og var ákaft syrgður. Dánarorsök voru mikil neysla vímuefna.
Mikil færni hans vekur sérstaka athygli því hann var örvhentur en spilaði á gítar fyrir rétthenta. Hann lék oftast á Fender Stratocaster og hélt á honum öfugum. Stilliskrúfurnar snéru því niður og styrkleikatakkar og sveigstöng voru alltaf ofan á búknum.
Ég fann þennan texta í blaði sem ég fann, en ég veit ekkert hvað það heitir því að kápan hefur rifnað af.
Guð blessi trúleysið