X-mas tónleikar radíó X var áðan, og ég er eitthvað í of miklu grúví til að fara sofa svo ég ætla að gefa lowdownið í nokkrum orðum.
Hljóðmenn og rótarar settu svip sinn á kvöldið, sumir eiga skilið hrós, aðrir spark í rassinn.

Moonstyx komu á óvart, voru allt í læ. Hélt að þetta væri einhverskonar eighties hljómsveit en voru bara svona … rokkarar. Fínt bara, ekkert sérstakt, en fínt. Slæmt nafn samt.

Dust komu ekki. Skrýtið.

Búdrýgindi liðu fyrir flopp sándmanna. Hljóðið var í fukki og það virtist draga allan kraft úr þeim. Tóku samt “Skreytum hús með greinum grænum” af ágætum fíling, en virtust stressaðir.

Sign. Hljómuðu hræðilega. Ég var búinn að láta mér hlakka til að sjá þá, finnst lagið þeirra “Rauða ljósið” alveg ágætt, en shit hvað þeir hljómuðu hryllilega! Og Ragnar Sólberg… hann náði ekki einu sinni að líta út eins og ílla máluð hóra. Hann leit út eins og lausaleiksbarn íllamálaðrar hóru, sem komst í málingardót og fataskáp móður sinnar og went apeshit. hann hlýtur að lagast. Getur ekki versnað. Sign leið samt mikið fyrir slæmt hljóð. Læt mér hlakka til að sjá þá aftur…

Singapore Sling. Roooosalega kúl, en mér fór samt að leiðast. Tóku eitthvað jólalag ansi skemmtilega, en ég ómögulega munað hvað það var… en það var soldið skemmtilegt.

Brain Police. Var líka búinn heyra góða hluti um þá. Voru samt bara meðallagi góðir, voru víst ekki þeirra bestu tónleikar.

Stjörnukisi. Ég er búinn að fíla stjörnukisa ansi lengi, eða allt frá því að þeir fyrst komu fram. Finnst samt nýji diskurinn eiginlega of mikið rokk og of lítið teknó, en hvað um það. Þeir tóku eitt nytt lag, MAcOsX, fannst það ágætt. Síðan tóku þeir snilldar útgáfu af Cairo (held ég, eða Flottum Sófa). Mikil helber snilld. En mesta snilldin var samt stórkostleg hardcore-gabba-drumnbass útgáfa af írafárcoverinu “eitt lítið jólalag” sem ómað hefur á öldum ljósvakans undanfarnar vikur og daga. Úlfur Chaka er líka bara svo hrikalega kúl gaur.

Mínus. Voru geðveikir. Grýttu trommukjuðunum sem brotnuðu að áhorfendum. Einn skoppaði í hausinn á stelpunni fyrir framan mig og síðan greip ég hann. Gaf stelpunni hann síðan vegna þess að hún fékk kúlu… Þeir sömdu síðan sitt eigið jólalag sem fangaði jólaandann ágætlega fannst mér.

Vínyll. Líka gjeeeðveikt kúl. Rosalegasta sviðsframkoman af öllum, en mér finnst lögin þeirra bara ekkert skemmtileg.

Ensími. ég dýrkaði kafbátamúsík, en mér finnst nýju lögin frekar leiðinleg. Hvað er með þessa áráttu góðra sveit að fara að syngja á ensku? Áttu samt dúndurjólalag, spilað á hljómborð og drummachine. Man bar ómögulega hvaða lag það var… þreyta..

Maus. Nýju lögin þeirra eru fín. Sérstaklega fíla ég Life in a Fishbowl. En mér finnst samt leiðinlegt hvað þeir eru farnir að spila mikið á ensku… áttu samt besta jólalagið AF ÖLLUM: ÉG KEMST Í HÁTÍÐARSKAP og HELGA MÖLLER SÖNG MEÐ!!! Það verður ekki jólalegra!

Botnleðja. Ný lög frá þeim líka, annað fínt, hitt nokkuð gott. Spiluðu síðan jólalagið Xmas in Hollis eftir Run DMC, í kompaníi með Steina og Óskar Suarez úr Quarashi, DJ Kára á plötuspilara, gaurnum sem gerði Í skóm drekans (ekki Hrönn) og einhver gaur á Saxófón. Grúvaði feitt og braut vel upp kvöldið, en sló samt ekki út Maus.

Svo kom Leaves. Þeir fannst mér leiðinlegir. Spiluðu fjögur lög, og voru voðalega svalir.. en þegar maður hefur séð menneins og gaurinn í Vínyl á sviði, Úlf Chaka og Krumma úr Mínus… þá þarf meira til.

Samantekt. Stjörnukisi áttu besta óverall, Maus besta jólalag og Vínyll bestu sviðsframkomu.
Búdrýgindi og Sign fá vasaklút og klapp á bakið fyrir góða tilraun, margur betri hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir lélegum hljóðmönnum.

Í allt voru þetta samt dúndur tónleikar, góður andi og svona (fyrir utan feitu heimsku beljurnar sem sátu hægra meginn við mig og nennti ekki að standa upp, og létu eins og þær væru að gera mér geðveikan greiða með því að færa sig um eitt rassgat svo fleiri gætu komist. Brennið í helvíti merar).

þrjár og hálf rjómabolla af fimm.