Piper at the gates of dawn MJÖG lítið hefur verið skrifað um þessa plötu á huga og er
því stoltur að vera sá fyrsti.

Pink Floyd
Piper At The Gates Of Dawn

1.Astronomy Domine
2.Lucifer Sam
3.Matilda Mother
4.Flamind
5.Pow R.Toc H.
6.Take up thy stethoscope and walk
7.Interstellar overdrive
8.The Gnome
9.Chapter 24
10.Scarecrow
11.Bike

Flestir kannast við Pink Floyd sem var uppáhaldshljómsveitin mín
lengi og vel. Þá helst þessi plata. Hún hefur ávallt skipað sérstakan
sess innan rokkspekúlanta því hún ber með sér undravert andrúmsloft
sem er ekki í allra færi að skapa. Pink Floyd hafði aðeins starfað í stuttan tíma og við sífelldar nafnabreytingar. Loksins festu þeir sig svo í sessi sem Pink Floyd sem ber heitið sitt eftir
tveimur öðrum tónlistarmönnum. Einhverjum Pink og Eddie Floyd.
Þeir höfðu aflað sér mikilla vinsælda í Underground senunni í London
þar sem þeir sungu um nærbuxnaþjófinn Arnold Layne.
Það geta svo sannarlega ekki allir látið sér detta í hug að semja lag um nærbuxnaþjóf.
Og það með fyndnum texta og góðu lagi. Ásamt hæfilegum skammti af sýru.
Sá maður sem var gítarleikari, söngvari og lagahöfundur þá, heitir
Syd Barrett. Hann var mjög kreatívur maður. Ætlaði sér fyrst að
verða málari, en fannst svo tónlistin skipta hann meira máli.
Hann varð mjög sérstakur gítarleikari, notaði furðulegan stíl
og m.a. Zippo kvekjara til að slide-a. Lögin innihéldu afar skringilegt
mynstur, því hann vann kannski í heilan dag við að semja 1/5 af
12 lögum og kláraði þau svona af og til og breytti þeim.
það gaf lögunum þennan sérstaka tón og áferð sem átti mestan þátt
í að gera hann að skemmtilegum tónlistarmanni.
En hann átti samt við sín vandamál að stríða.
Hann dópaði of mikið. Sýran var þá í uppáhaldi hjá honum.
Hann fór ekki leynt með neyslu sína á þessum skaðlegu efnum, enda
var hann oft spurður: “Syd, do you want to become a vegetable ??”
og hann svaraði: “A vegetable !… GREAT!!!” Sem sýnir hve ruglaður hann var.
Hann samdi öll lögin á plötunni nema eitt. Take up thy stethoscope and walk
sem Roger Waters gerði.


Platan hefst á laginu Astronomy Domine, sem var eitt af Pink Floyd
mest notuðustu LIVE lögum. Abstrakt textinn hefur sérstaka áferð
og er notaður sem hálfgert hljóðfæri eða effekt. Röddunin er kúl
og gerir lagið hálf kalt og dimmt. Gítarinn er óhugnanlegur og
drungalegur. Eitt besta lag plötunnar. Hér kemur smá textabrot úr laginu:
“Lime and limpid green a second scene the fight between the blue you once knew
Floating down the sound resounds around the icey waters underground
Jupiter and Saturn, Oberon, Miranda, and Titania
Neptune, Titan, stars can frighten” og “Stairway, scared, Dan, dare, whos there”


Lucifer Sam fjallar um kött sem hann þykist þekkja og Syd er greinilega
mjög fúll út í hann(ekki spyrja mig af hverju).
Textarnir á þessari plötu eru fremur furðulegir og stundum erfitt
að skýra þá. Það verður hver að gera fyrir sig. Ég held hins vegar
að kötturinn sé svartur og nornin Jennifer eigi hann.

Lagið Matilda Mother er um stelpu sem getur ekki farið að sofa
og mamma hennar er að reyna að svæfa hana með sögu. Stelpan er frek
en mamma hennar er þolinmóð. Þetta er eins konar barnagæla.

Flaming er flott lag. Textinn er byggður á skemmtilegri hugmynd
sem hann hefði mátt vinna betur í áður en hann fór að vinna í því.

Pow R. Toc H.
Er instrumental sýruflipp með skrýtnum söng. Bullorð eins og
dojdoj hljóma og hvisssssss. Æi, ekkert spes en fyndið.
Það besta við lagið eru sólóin.

Take up thy stethoscope and walk er lagið sem Roger Waters kom með.
það er hrátt, hálfgert sýrupönk. Fjallar um veikan mann og lækninn
sem kemur til hjálpar. Lagið byrjar á trommum og svo kemur söngurinn inn í:
Doctor doctor I'M IN BED og þar fram eftir götunum.
Það verður að benda á gítarleikinn sem er einkennilega skrykkjóttur
og síbreytilegur. Innskotin eru hreint útsagt frábær, og ALLIR verða að hlusta á þetta lag og hlusta á gítarleikinn. Ótrúlega frumlegur.
Endirinn er líka mjög flottur.

Interstellar Overdrive er einnig Instrumental, eins og Pow R.
Það hefur einnig gengið undir nafninu draugamessan. Sýran í laginu
er næstum áþreifanleg og orgelið magnar upp eins konar draugalega stemningu.
Manni líður eins og maður sé staddur í ógeðslegum kirkjugarði
klukkan tólf á föstudeginum þrettánda. Virkilega creepy.

The Gnome er fyndin saga um álfinn Grimble Bromble sem átti heima úti í móa, punktur. Ekkert meira sem liggur í þessu lagi. Nema
það að það er mjög catchy og skemmtilegt. Kemur manni í gott skap.
Takið eftir bassalínunni. Hoppar upp og niðus 5undir og 8undir.
Soldið gaman að þeim pælinum.

Chapter 24 er skrýtið lag sem vantar grunninn í en flýtur í senn í lausu lofti. Þetta er ekkert mjög spes lag en hefur þó batnað mikið
frá því að ég heyrði það fyrst.

Scarecrow er skemmtilegt lag með góðum texta og flottum hljómum.
Og skemmtileg ásláttarhljóð í byrjunni draga tjaldið frá sviðinu og
þar stendur fuglahræðan í öllu sínu veldi (úps, gleymdi mér svolítið í myndhverfingum
eða hvað sem þetta heitir nú alltsaman).
Með bestu lögum plötunnar.

Bike er mesta sýra. Röddin er með mikinn Delay og gítarinn er í
skrýtnum reggífílíng. Textinn er skrýtnari en allt þetta í 32 veldi.
“I know a mouse, and he hasn´t got að house i don´t know why I call
him Gerald. He´s getting rather old but he´s a good mouse”.
“i´ll give you anything, everything if you want things”.
Þetta lag er stutt og laggott. Einfaldur blús en lengist svo í endann vegna klukknanna og hljóðanna sem ljúka plötunni.

Heildarsvipur: Plata sem ekki má missa af.“Cornerstone of rock”
Bestu lög: Astronomy Domine, Scarecrow, Bike, Take Up…….. .
Niðurstaða: *****/*****