New Order NEW ORDER (1980 - 20??)

Plús þremeningana úr Joy Division bættist við hópin Gillian Gilbert (Hljómborð). Fyrsta útgáfa New Order var síngullinn “Ceremony” (mars 1981) sem var upphaflega samin fyrir Joy Division en náði ekki að komast út vegna uppgjöf Joy Division. Nokkrum mánuðum seinna kom út fyrsta breiðskífa New Order, Movement, ekkert sérstök plata sú en ekki líkt því sem kom á eftir. Breytist hljómur hljómsveitarinnar með þeirra næsta síngul “Everything's Gone Green” þar komu inn synth-ar sem á árum áður höfðu liðsmenn New Order harðneitað að snerta.

Eftir árslanga (1983) pásu kom út þeirra tímamótar smellur “Blue Monday” og sama ár kom út “Power, Corruption and Lies” sem kom þeim sannarlega á kortið. Trommu samplarog skrítnir textar einkenndu plötuna. New Order kom saman með Arthur Baker til að taka upp þeirra næsta síngul “Confusion” (lagið kom fyrir í myndini Blade)

Low-Life kom út 1985 og vakti síngullin “The Perfect Kiss” mikla lukku og Árið eftir 1986 kom Brotherhood út. Substance kom út árið eftir það og innihélt það topp-smelli og remix af þeim. Blue Monday var síðan gefin út aftur sem smáskífa árið 1988, þá remixuð. Technique leit svo dagsinsljós árið 1989 og var þeirra tölvukenndasta plata til þessa.

Eftir að hafa tekið upp þema lag British World Dup Soccer “World in Motion” fóru meðlimir New Order í sitthvora áttina (þó ekki hætt). Hook Stofnaði hljomsveitina Revenge reið hún ekki feitum hesti, ekki vakti hún athygli og eru plöturnar þeirra gjörsamlega til skammar. Morris og Gilbert riðu nú aðeins feitari hesti skárri plötur góðar plötur á dance mælikvarða og Sumner, Johnny Marr(fyrrverandi gítarleikari smiths) og Neil Tennant (Pet Shop Boys) komu saman og stofnuðu hljómsveitina Electronic með aðstoð Karl Bartos(Kraftwerk).

Loks árið 1993 komu New Order saman áný og tóku upp plötuna Republic risa túr fylgdi í kjölfarið. Þessi túr sló á alla rúmora um að hljómsveitin var að hætta. aftur kom eyða Electronic gáfu út sína aðra skífu og Hook kom af stað öðru sóló verkefni, Monaco. Árið 2000 kom síðan “Brutal” út á Sándtrakinu The Beach (Leonard DiCaprio) og ári seinna kom svörun þeirra við popp heiminum í dag, Get Ready.

Heimildir: www.neworderonline.com og www.allmusic.com

PLötulisti:
1981 Movement
1983 Power, Corruption & Lies
1985 Low-Life
1986 Brotherhood
1989 Round & Round
1989 Technique
1993 Republic
2001 Get Ready
- garsil