Frank Zappa     Hot Rats (1969) Frank Zappa - Hot Rats (1969)

Ef talað er um frumleika, er Frank Zappa eflaust maðurinn sem flestir
hugsa þá um. Fáir jafn frumlegir og skapandi listamenn, ávallt með eitthvað
nýtt í farteskinu hafa verið uppi. Frank Zappa var klikkaður tónlistarmaður
og einnig frábær gítarleikari. Sóló hans bera vitni um það hve músíkalskur
maðurinn var. Einnig var hann mikið gefinn fyrir gott grín, enda var það
hans einkenni. Ekkert var alvarlegt eða heilagt í hans augum. Jafnvel börnin
hans eða átrúnaðargoð, síst hvað hann sjálfur. Zappa sótti mikið í tónlist
Igors Stravinsky (Rakes Progress, The Firebird) sem var mikið tónskáld snemma
á 20 öldinni (Lagið Igor´s Boogie er m.a. tileinkað honum). Eric Dolphy var
einnig einn af hans uppáhaldstónlistarmönnum en 50´s slow rockið var honum
samt alltaf kærast. Lög eins og Charva og WPLJ eru góð dæmi um slík lög.
Hann stofnaði ásamt nokkrum öðrum vinum sínum hljómsveitina Mothers of Invention.
Fyrsta plata þeirra bar nafnið Freak-Out og er jafn fríkuð og hvað Stephen Hawking
er gáfaður. Lög eins og Who Are The Brain police eru langt á undan sinni
samtíð (ef þau verða það nokkurn tímann). Frank Zappa fór svo að leiðast á samstarfinu
eftir næstu plötu þeirra Were Only In It For The Money, og hann gaf þá út plötuna
Lumpy Gravy sem sett er saman af samtölum hljóðbrotum lögum bröndurum og gegnsoðinni
sýru. En það var næsta sólóverk hans sem ég skrifa um,Hot Rats.

Hot Rats

1. Peaches En Regalia 3:37
2. Willie The Pimp 9:16
3. Son of Mr.Green Genes 8:29
4. Little Umbrellas 3:03
5. The Gumbo Variations 16:57
6. It Must Be A Camel 5:16
Þið sjáið um að reikna út heildartímann :)
Frank Zappa semur og útsetur öll lögin.

Hér kemur svo listi yfir þá sem spila hvað þeir
spila á og í hvaða lögum: 1. 2. 3. 4. 5. 6.
___________________
Frank Zappa - Gítar og Octave Bassi…………………….|* |* |* |* |* |* |
Ian Underwood - Öll hljómborð, klarinettur og saxófónar…..|* |* |* |* |* |* |
Jean Luc Ponty - Fiðla………………………………..|__|__|__|__ |__|* |
Sugar Cane Harris - Fiðla……………………………..|__|* |__|__|* |__|
Captain Beefheart - Söngur…………………………….|__|* |__|__|__|__|
John Guerin - Trommur…………………………………|__|*_|__ |* |__|* |
Paul Humphrey - Trommur……………………………….|__|__|* |__|* |__|
Ron Selico - Trommur………………………………….|* |__|__|__|__|__|
Max Bennett - Bassi…………………………………..|__|* |* |* |* |* |
Shuggy Otis - Bassi………………………………….|* |__|__|__|__|__|


Platan hefst á einu af uppáhalds LIVE lögum Zappa, Peaches En Regalia sem
er skemmtilegt lag með fjörugri laglínu og skondnum hljóðum. Underwood stendur
sig í stykkinu við blásturinn og gítarleikurinn er ekkert verri. Lagið á sínar
stundir eða “moment” og skapar einnig mikið grúv við skoppandi laglínuna.
Wilie the Pimp er lag með geðveiku fiðlusólói hans Sugar Kane Harris og grúví
rokk riffi. Captain Beefheart syngur undir með Howlin´ Wolf rödd: “I´m a little
pimp with my hair gassed back. Pair of Khaki pants and my shoes shined black”.
Lagið er að mínu mati klassískt og er besta lagið á plötunni. Sólóið hafði mikil
áhrif á mig og mína spilamennsku, og hefur eflaust haft mikil áhrif á fleiri.
Fyrir þá sem ekki vita var Howlin Wolf einn frægastur búsaranna. Skipaði sér í flokk
með þeim bestu, þ.á.m. Muddy Waters, BB King, John Lee Hooker, Jimmy Reed og Bo Diddley.
Hann hóf ekki að spila fyrr en um fertugt og varð þá mjög frægur. Hann samdi m.a. lagið
Killing Floor sem Jimi Hendrix tók á flottan máta, en Led Zep. notaði textann úr laginu
en samdi nýtt lag fyrir textann og kallaði svo lagið Lemon Song (?).
Son of Mr. Green Genes byrjar með fínni laglínu sem nær svo “climax”
og svo byrjar Zappa að spila sóló í fullu grúvi undirleiksins.
Hörkulag og frábær bassaleikari. The Son of Mr Green Genes er í heildina litið
stórskemmtilegt lag.
Little Umbrellas inniheldur skemmtilega laglínu sem
Frank Zappa leikur sér svolítið með, en fellur svolítið í skuggann á seinasta laginu,
It must be a camel, sem er enn áhugaverðara.
Gumbo Variations er skemmtilegt lag. Sugar Cane skilar sínu með mikilli prýði.
Einnig er vert að benda á skemmtilegt trommusóló þar sem Paul Humphrey heldur rythmanum
en hoppar svo aðeins út fyrir hann í skemmtilegri tilbreytingu. Ekkert voðalega flott,
tæknilega séð en eins og einhver sagði: “Less Is More” (svo sagði einhver annar:
“Less is bore” en við skulum nú ekkert vera að pæla í því).
Síðast en ekki síst er It Must Be A Camel sem er afar áhugavert lag með skrítnum
og skrykkjóttum hljóðum og rythmum. Ég veit ekki alveg hvað er verið að spila á
en það hljómar mjög vel. Í þessu lagi sjást stjórnunarhæfileikar Zappa vel og þar með
sannar hann að hann er jafnvel staddur ásamt hljómsveit sinni, Mothers of Invention
og einn á báti. Þetta er að mínu mati hans alvarlegasta plata eða frekar platan sem
kemst næst því að vera alvarleg. Hann sýnir það einnig og sannar hve góður útsetjari,
tónskáld, gítarleikari og mikill snillingur hann er. Fjórfalt húrra fyrir Frank Zappa !

*****/*****