The B-52´s Hljómsveitin The B-52´s sem var stofnuð í borginni Athens í
Georgíu í USA voru starfandi frá árunum 1976-1994. Margir
frægir alternative tónlistarmenn og hljómsveitir hafa fæðst í
háskólaborginni Athens s.s. R.E.M, og mikið af núverandi indí
böndum: Elf Power og Of Montreal, einnig er Elephant 6
útgáfufyrirtækið þaðan.
Nafnið á sveitinni B-52´s er suðurrískt orðatiltæki yfir stórar
hárkollur sem söngvararnir Kate Pierson og Cindy Wilson
notuði mikið af. Hljómsveitin var stofnuð eftir fyllerís-kvöld í
Október ´76 á Kínverskum veitingastað. Þess má geta að
meðlimir hljómsveitarinnar höfðu litla sem enga reynslu af
hljóðfærum og í upphafi notuðu þeir kasettutæki til þess að
spila gítarleik og trommuspil.
Hljómsveitin var uppgötvuð árið 1979 og gáfu þeir út
samnefnda plötu fulla af einkennilegri danstónlistar lögum á
við Rock Lobster og 52 Girls sem eru að mati undirritaðs
bestu lögin á þeirra bestu plötu. Ári seinna kom út platan Wild
Planet sem komst alla leið á topp 20 listann í Bandaríkjunum,
platan Party Mix kom 1981, hún var blanda af bestu lögum á
fyrstu tveim plötum sveitarinnar. Whammy! var þriðja platan
þeirra og þótti hún ekkert sérstaklega góð, síðan kom
Bouncing of Satellites sem þótti engu betri. En fimmta platan
þeirra Cosmic Thing sem innihélt þeirra mesta slagara Love
Shack kom út ´ 89 og þykir vera næst besta platan á eftir þeirri
fyrstu. Síðasta plata sveitarinnar Good Stuff kom út 1992.
Þessi 10 ár sem hafa liðið síðan síðasta plata þeirra kom út
hafa komið út nokkrar best of plötur ásamt smáskífum. En
segja má að B-52´s sé gott dæmi um hljómsveit sem byrjaði
frábærlega en eyðilagðist með frægðinni

Ég mæli með þeirra fyrstu plötu fyrir byrjendur, og í raun alla