Pearl Jam.

Pearl Jam var stofnuð í Seattle árð 1990. Stone Gossard ( gítar )og Jeff Ament (bassi) höfðu báðir verið í hljómsveitinni Green River og seinna í MOTHER BONE LOVE með fyrrum Malfunkshun meðlimnum Andrew Wood sem söngvara. Þegar Wood óverdósaði tók gamall vinur hans, Chris Cornell, sig saman og stofnaði tribute-band honum til heiðurs. Það varð hljómsveitin Temple of the DOG (1991) sem er alveg gargandi snilldarhljómsveit. Hana mynduðu Cornell, Ament, Gossard, nýr gaur sem heitir Mike McCready (gítar) og Eddie Vedder (söngur) en hann hafði komið að demóspólu sem hinir settur saman.

(Helvítis geislaspilarinn minn er að eipsjitta. Ohh… eníhú..)

Þegar Temple of the Dog var lögð til hliðar slóst Dave Krusen til liðs við hina fjóra. Hin og þessi nöfn voru í deiglunni m.a. Mookie Blaylock ( hann vildi ekki lána þeim nafnið sitt) og Reenk Roink. En á endanum sættust þeir á Pearl Jam sem var víst nafni á ofskynjuarlyfsuppskrift sem að amma Eddie Vedder átti. Um vorið 1991 var Pearl Jam byrjuð spila um allt í Seattle og hituðu upp fyrir hljómsveitir eins og Alice in Chains. Þeir urðu vel þekktir í Seattle senunni og komust á samning hjá Epic útgáfunni og frumburðurinn TEN komsvo út 1992 ( nafnið er komið frá Mookie Blaylock, en hann var einmitt númer tíu).

Um það leyti sem að TEN komst inn á bandarísku vinsældarlistana hætti Krusen í hljómsveitinni út af persónulegum ástæðum og Dave Abbruzzese kom í hans stað. Á svipuðum tíma gáfu þeir út tvö lög á Singles sándtrakkinu, lögin State of love and trust og Beathe. Þrír úr hljómsveitinni voru líka með feluhlutverk í myndinni og áttu að vera meðlimir í hljómsveit Matt Dillons sem hét Citizen Dick. Þrátt fyrir mikla fjölmiðlakynningu og mikla velgengni í sölu var pressan ekki þeim hliðholl, gagnrýnendur sögðu þá vera með alltof mikið ’70 sánd á meðan Kurt Cobain kallaði þá framleidda hljómsveit og sakaði þá um að vera corporate band ( en var ekkert að minnast á tíman sem þeir þurftu að vera að hita upp fyrir margar af bestu hljómsveitum Seattle. Þó að Cobain hafi verið snillingur var hann asni og handónýtur á mannlega sviðinu). Aðdáendum hljómsveitarinnar stóð slétt á sama og vour ekkert að láta þessa asna hafa áhrif á sig, TEN skaust fram yfir NEVERMIND á bandaríska rokklistanum og seldi meira á heimsvísu 1992.

Ný plata var plönuð seint 1992 en hljómleikaferðir bremsuðu það af. Gossard náði samt að halda sér ferskum með því að vinna að SHAME (1993) sem var það eina sem kom út með Brad hliðarprojektinu hans. Svo um sumarið 1993 fóru Pearl Jam á túr með Neil Young þar sem þeir hresstu upp á slagar kallsins m.a. Keep on Rockin’ in the Free World sem þeir tóku á Mtv verðlaunahátíðinni seinna sama ár.

Svo loksins kom Vs. út árið 1993. Áhangendur voru afskaplega hrifnir og platan skaust beint í fyrsta sæti Billboard listans. Annað hljóð var í skrokknum á þeirri plötu, gítararnir fengu að flakka meira og rödd Vedders var nýtt út í ystu æsar. Þetta var mun þroskaðari plata en TEN.

Pearl Jam hefur alltaf reynt að vera eins aðgengileg og mögulega var hægt; ef að aðdáendur skrifa fá þeir venjulega persónulega skrifað svar til baka. Þessi ástundun við aðdáendur tók á sig nýja mynd 1994 þegar þeir voru á Vs. túrnum. Pearl Jam fannst miðaverð vera of hátt fyrir sína yngstu aðdáendur sem höfðu lítð á milli handanna og fóru í stríð við Ticketmaster umboðsfyrirtækið. R.E.M., Aerosmith og auðvitað Neil Young slógust í lið með þeim gegn okrinu. Þessi deila stóð í tvö árin. Einnig til að sýna hollustu sína við vínilplötur gáfu þeir VITOLOGY (1994) fyrst á vínilplötum og svo á geisladisk. Með geisladiskútgáfunni skaust hún upp á topp Billboard listans.

Fyrir utan Mad Season hliðarverkefni McCreadys fóru Pearl Jam aftur í samstarf við Neil Young 1995. Þetta var rosalega vel heppnuð tónleikaför og afraksturinn varð platan Mirror Ball. Tekin upp á aðeins fjórum dögum varð hún algjör kostagripur þar sem rockið hjá Pearl Jam blandast vel við ballöður og ljóð Neils. Því miður þá var útgáfufyrirtæki Neils afskaplega tregt og vildi ekki að nafn Pearl Jam kæmi fram á umslagi plötunnar. Því hefur þessi plata því miður einhvern vegin dáið sem er synd því hún er algjör snilld. Á meðan að þessu stóð voru Pearl Jam trúir sínum málstað og stóðu enn í deilum við Ticketmaster sem skilaði sér í því að þeir spiluðu á minna þekktum stöðum. Öryggismál og heilbrigðismál voru oft í ólestri á þessum stöðum og féllu nokkrir tónleikar niður að þeirra sök. En þegar hlutirnir gengu upp var alveg rífandi stemning og allir sungu og trölluðu með Pearl Jam og Neil Young. Mikið afskaplega hlýtur það að hafa verið gaman ;-)

Árið eftir hætti Abbruzzese í hljómsveitinni og hún fór í hljóðver til að taka upp No Code. Hún er afskaplega svona garage-punk leg og var lengi af stað. Það er ekki fyrr en í Hail, Hail að hún fer í gang og maður fer að kannast við sig.

Svona í heildina litið fékk hún ekki góða dóma og bandið fór aftur í það sem þeir voru bestir í á Yield (1998) og hinni stórgóðu Live on Two Legs (1998) sem var bara rokk út í eitt. Fyrverandi Soundgarden trommarinn Matt Cameron trommaði á henni ( kom í stað Jack Irons sem hafði fyllt upp í skarð Abbruzzese) og á Binaural (2000) fær hann kredit fyrir framlag sitt í að semja lögin. Seinna þetta sama ár héldu þeir áfram í sama gamla punk andanum og í stað þess að fók væri að kaupa légar sjóræningjaupptökur af tónleikum þeirra ákváðu þeir að gefa út 25 tónleika af Evróputúrnum þeirra þetta árið. Svo í fyrra kom út á DVD Touring Band sem er alveg brill tónleikadiskur. Með honum fylgja einnig tvö myndbönd, áður óútgefið myndand fyrir lagið Oceans og sjúkt myndband við lagið Do the Evolution sem Todd McFarlane teiknaði.

Svo núna í ár kom út Riot Act. Ég hef því miður ekki náð að kaupa mér þann disk vegna blankheita en það sem ég hef heyrt lofar góðu. Einnig gáfu þeir út myndband en það er alveg stórmerkilegt þar sem þeir hafa ekki gert það síðan að Jeremy myndbandið var bannað ‘92.


Í guðana bænum, ekki böggast yfir stafsetningar- og málfræðivillum en ef ég er að gleyma einhverju eða ef þið hafið eitthvað við að bæta endilega látið mig vita

Ethorg