Brian Eno Ambient frumkvöðull, virtur pródúser og glamúrrokkari eru
meðal þeirra orða sem kalla má Brian Eno. Segja má jafnvel
að fingraförin hans séu á öllu sem unnið er frá teknó til
nýaldartónlistar.
Brian Peter George St. John le Baptiste de la Salle Eno eins
og hann heitir nú fullu nafni fæddist í Woodbridge, Englandi
árið 1948. Í æsku sinni fékk hann snemma mikinn áhuga á
tónlist sem unnið er með kasettutækjum og í listaháskóla
kynntist hann ýmsum tónlistarmönnum sem höfðu svipuð
áhugamál þ.á.m John Cage og John Tilbury.
Semjandi tónlist undir áhrifum frá tónlistarverki Steve Reich
,,It´s gonna rain” tókst Brian Eno að koma sér inn í
hljómsveitirnar Cardew´s Scratch Orchestra og The
Portsmouth Sinfonia(sem klarinetleikari). Loks gekk hann til
liðs við Roxy Music þar sem hann spilaði á synthesizer. Í Roxy
Music þar sem Eno spilaði með mönnum eins og Brian Ferry
og Phil Manzanera entist Eno ekki lengi. Eftir að hafa gefið út
aðeins tvær plötur var spennan milli Eno og Ferry orðin of
mikil. Spennan lýsti sér þannig að Ferry sem aðhylltist
poppaðar ballöður og Eno sem aðhylltist tilraunakennda
,,mínimalista-tónlist” áttu í stanslausum listrænum
erfiðleikum sem urðu oft að hörku rifrildum. Þrátt fyrir stutta
dvöl í hljómsveitinni náði hann þó að gefa út með þeim þeirra
mesta slagara ,,Love Is The Drug”.
Eftir Roxy Music byrjaði Eno samstarf við Robert Fripp (King
Crimson), fyrsta platan sem þeir gáfu út var No
Pussyfooting(1973). Við gerð þeirrar plötu hóf Eno að þróa
ásamt Fripp ,,Frippertronics” sem var nokkurs konar hljóðfæri
(kasettutæki sem spilar loop eftir loop). Þetta ,,hljóðfæri” varð
til þess að svokallað sample var notað við gerð hip hop og
elektrónískra tónlistar.
Fljótlega fór Eno að vinna að sinni fyrstu sólóplötu Here Come
The Warm Jets (1974) sem kom út ári seinna, sú plata komst
á topp 30 lista í Bretlandi. Sama ár féll saman á honum
lungað eftir að hafa verið viku á tónleikaferðalagi. Þrátt fyrir
mikil veikindi og erfiðleika tókst honum að gefa út aðra plötu
fljótlega Taking Tiger Mountain ( By Strategy). Árið 1975 lenti
hann í bílslysi sem neyddi Eno til að vera rúmliggjandi í
nokkra mánuði. Þetta slys var þó ekki eingöngu til ills, heldur
varð til þess að hann uppgötvaði ambient tónlist, í kjölfar þess
gaf hann út Another Green World (1975), en á þeirri plötu sjást
skýr áhrif frá ambient tónlist. Næsta plata hans Discreet Music
var pure ambient tónverk laust við allt popp en sú plata var
fyrsta af tíu tilraunakenndu plötum hans undir eigin merki,
Obscure.
Brian Eno var á hraðri uppleið, árið 1977 var hann orðinn svo
virtur að hann fór að framleiða plötur eftir tónlistarmenn á við
hljómsveitina Cluster og David Bowie (Low, Heroes og
Lodger). 1978 hófst langt og áhugavert samstarf Eno og
Talking Heads. 1978 kom út frægasta ambient plata Eno,
Music For Airports sem var gerð til þess að róa farþega á
flögvöllum, sökum flughræðslu.
Eno fó að vinna með U2 1980 t.d að plötunni Joshua Tree og
Achtung Baby ásamt fleirum, en þær plötur voru þær sem
gerðu U2 að heimsfrægri sveit. Þrátt fyrir mikinn árangur með
öðrum sveitum hélt Eno áfram með sólóferilinn og gaf út enn
fleirri ambient plötur.
Núna á síðustu 13 árum hefur Eno unnið með ýmsum
tónlistarmönnum og gefið út margar misgóðar sóló-plötur.

Heimildir: All Music