Ash Norður-Írska hljómsveitin Ash var stofnuð stofnuð árið 1989 af æsku vinunum Tim Wheeler og Mark Hamilton þegar þeir fengu gítara í Jólagjöf. Hljómsveitin fékk nafnið Vietnam og stefndi að spila metal, Hamilton skipti yfir í bassa og fengu þeir í lið með sér trommaran Rick McMurray (a.k.a. Rock). Smám saman fór metal stefnan að breytast í punk-pop (punk og brit-pop samanblanda). Nafnið Vietnam breyttist í Ash og í kjölfarið skrifuðu þeir undir samning hjá Infectious Records og gáfu út “breiðskífuna” TRAILER.

Vinsældir þeirra drengja jókst gífurlega í kjölfar annarar plötu þeirra, 1977, árið 1996. Ash-liðar voru ekki búnir að klára framhaldsskóla þegar þrjár af þeirra “síngölum” komust í topp 5 á breska indie listanum. Ash-liðar lögðu mikið í alla sviðsframkomu, með sínum Flying-V og Fierbird hljóðfærum og mikið ljós “show”. Bandið stefnidi á stóru tónleika-hátíðirnar og sama ár spiluðu þeir á T in the Park, Glastonbury, Hróaskeldu og Reading. Haustið 1997 gékk Charlotte Hatherley í lið við bandið og jafnaði út aðdáendur hljómsveitarinnar sem núna varð stærri.

1998 kom út platan NU-CLEAR SOUNDS, platan var mixuð af engum öðrum en trommara hljómsveitarinnar Garbage, Butch Vig. Kauði sá mixaði meðal annars Nevermind með Nirvana og Siamese Dreams með Smashing Pumpkins. 2001 gaf svo Ash út plötuna Free All Angels, sú plata varð ekki eins vinsæl eins og fyrir skífur.
Þar sem Ash er mikið smáskífu band var það við hæfi að Ash gaf út smáskífu safnið Intergalactic Sonic 7.

Helstu verk Ash.
Trailer – 1995 ***1/2
1977 – 1996 *****
Nu-Clear Sounds – 1998 ****1/2
Free All Angels – 2001 ****

Svo má ekki gleyma að Ash hitar upp fyrir Coldplay í höllinni 19.desember.
- garsil