Guns N' Roses óeirðir Ef þú værir að fara á tónleika með einni bestu rokkhljómsveit síðari ára og söngvarinn mætir ekki, hvað mundirðu gera? Að sjálfsögðu rústa staðnum og henda steinum í óeirðarlögregluna eins og alvöru rokkurum sæmir. Það er líka nákvæmlega það sem aðdáendur Guns N' Roses gerðu í Vancouver á fimmtudaginn, sem voru margir búnir að bíða í yfir níu ár eftir að sjá Axl og félaga. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem óeirðir verða á Guns N´Roses tónleikum.

Lætin urðu það mikil að kalla þurfti til óeirðarlögreglu sem notuðu piparúða og kylfur til að “róa” fólkið. Að sögn aðstandenda hljómsveitarinnar var flugvél Axl Rose föst í Los Angeles vegna óveðurs