The Vines eru:

Craig Nicholls (Gítar/söngur)
Patrick Matthews (Bassi/söngur)
David Olliffe (Trommur)
Ryan Griffiths (Kassagítar)

Þegar Craig var 15 ára, kynntist hann Patrick. En þeir unnu báðir á McDonalds í Sydney. Þeir ákváðu þá að stofna hljómsveit og fengu til liðs við sig trommarann David. Seinna bættist Ryan Griffiths við í hljómsveitina.

Sveitin hlaut strax nafnið The Vines og hafa þeir haldið sig við það alla tíð síðan.

Þó að sveitin hafi starfað síðan 1991 hefur hún aðeins gefið út einn disk ( Highly Evolved ) en hann kom út í síðast liðnum júlí mánuði. Diskurinn rígseldist og áttu þeir mestum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum þar sem fyrsti “sigullinn” þeirra, Get Free, varð strax mjög vinsæll. Hann er meðal annars að finna í óútgefnu framhaldi Chalie´s Angels.

The Vines spila hrátt rokk. En þeir sækja fyrirmyndir sínar í hljómsveitir eins og Nirvana og fleiri slíkar. Alltaf er jafn fyndið að sjá The Vines, annað hvort live eða í vídeóunum þeirra því það er eins og Craig (Gítar/söngur) sé uppdópaður á sviði. Spurning hvort hann sé það ekki bara. Hægt að er nálgasta vídeó á heimasíðuni þeirra félaga .: www.thevines.com :.

Singuls:

Get Free
Outtathaway!



Nánari upplýsingar um sveitina er hægt að finna á www.thevines.com