PJ Harvey Tíundi áratugurinn kom flestum á óvart með sinni rokk sprengingu. Aðeins fáir kvenkyns lagahöfundar skáru sig þar fram úr, og enn færri sem voru jafn lofaðar og PJ Harvey. Margir líta á PJ sem einn áhrifamesti tónlistarmaður tíunda áratugsins. Í textum sínu lýsir hún kynlífi, ást og trúabrögðum með hreinskilni, svörtum húmor og brengluðum leikaraskap. Hún leiddi tríóið sitt sem hún kallaði einfaldlega PJ HARVEY í hennar kraftmiklu og kærlausu lögum sem einkenndu hennar frumraun, DRY, “erfiðu” plötunni, Rid OF ME og þar til tríóið féll. PJ Harvey tók þá upp á sóló feril og gaf út plötuna TO BRING YOU MY LOVE sem varð tvísýn bylting en engu að síður kom henni í sess sem einn besti kvenn-tónlistarmaður allra tíma.

Polly Jean Harvey fæddist í Yeovil, Englandi 9 október 1969. Faðir hennar var grjótnámu-vinnumaður og móðir hennar listamaður. Sem barn lærði hún að spila á gítar og saxafón, og á hennar unglingsárum lék hún í ýmsum hljómsveitum. Árið 1991 stofnaði hún tríóið PJ HARVEY með bassaleikaranum Steve Vaughn og trommaranum Robert Ellis, sjálf lék hún á gítar. Tríóið skrifaði undir samning hjá indie labelinu TOO PURE og gaf út demó-diskin DESS, skömmu seinna gáfu þau út seinna demóið Sheela-Na-Gig. Báðar smáskífurnar fengu veglega athygli hjá breskum fjölmiðlum.

PJ Harveys fullrar lengdar frumraun, Dry, var svo gefin út vorið 1992 og fékk umtalsverða lofun og kom það í hlut Island Records að dreifa plötunni í Bandaríkjunum. Tríóið fylgdi þessum vinalegu viðtökum með umfangsmiklri tónleikaferð, þau spiluðu meðal annars á Reading hátíhátíðinni. Stuttu eftir tónleikaferðinna flutti Polly Harvey til london, þar sem hún fékk nærrum því svakalegt tauga-áfall, sem orsakaðist mest megnis af gríðarlegu áfalli sem fylgdi annari plötu PJ HARVEY. Bandið réð fyrverandi liðsman Big Black, Steve Albini, til að pródusera þeirra næstu plötu, Rid Of Me(1993). Albini tókst að koma hans vörumerki heavy-truflað-gítara-sánd á þá plötu. Rid Of Me varð rosalega gagnrýnt meistaraverk sem þrátt fyrir allt víkkaði út aðdáendahóp hljómsveitarinnar. Bandið hélt svo í tónleikaferð til að styðja plötuna, sú tónleika ferð fór hálfpartinn út í öfgar þar sem bandið lék alltaf í tilgerðarlegum múneringum. Polly Harvey gaf svo sjálf út plötuna 4-TRACK DEMOS, safn af hennar upprunalegu útgáfum af lögunum á Rid of Me.

Í kjölfar Rid of Me túrsins, Ellis og Vaughn fóru aðrar leiðir en Harvey. Það skipti eiginlega engu mál þar sem þriðja skífan TO BRING YOU MY LOVE (1995) fékk ekki síðri dóma enn fyrstu tvær. Polly Harvey tók upp þá plötu ásamt bassaleikaranum Mick Harvey, gítarleikurunum John Parish og Joe Gore og trommaranum Joe Dilworth. Vegna verulegra athygli fjöliðla og spilun sjónvarps og útvarpsstöpva á laginu DOWN BY THE WATER, varð To Bring You My Love hennar mesta (og besta) verk og ótvírætt meistaraverk. Árin 1996-98 voru frekar afkomulítið hjá Harvey. Hún tók upp dúet með Nick Cave árið 96 og söng inn á plötu með John Parish, 98.

Árið 2000 fékk Harvey til liðs við sig trommaran Robert Ellis (spilaði með henni á fyrstu tvem plötunum) og bassaleikarann Mick Harvey (sem kom við sögu á To Bring you My Love) til að taka upp nýja plötu, STORIES FROM THE CITY, STORIES FROM THE SEA, þar sem Harvey hverfur aftur í hennar “gamla” ágenga stíl og voru lögin á plötunni samin með innblástri frá hennar hálfsárs dvöl í New York 1999.

Hennar helstu verk:
Dry - 1992 ****1/2
Rid of Me - 1993 ****1/2
4-Track Demos - 1993 ****
To Bring You My Love - 1995 ****1\2
Is This Desire? ***
Stories From The City… 2000 ****
- garsil