Jeff Buckley (1966-1997) Þar sem Jeff Buckley hefði átt afmæli 17. nóvember langar mig til að skrifa um hann (vonandi er ykkur sama?).

Buckley fæddist 17. nóvember árið 1966. Hann var sonur tónlistarmannsins Tim Buckley þannig að væntingar til hans voru miklar. Ekki var það á

annað borð skrítð að hans tónlist var lík föður hans þar sem hann ólst upp við að hlusta á Tim Buckley og hans áhrifavalda (aðalega Bob

Dylan).

Jeff byrjaði að spila í framhaldsskóla en flutti fljótt til Los Angeles í tónlistarnám. Á dvöl sinni í Borg englanna spilaði hann með

nokkrum jazz og funk böndum. Nokkrum árum seinna flutti hann til New York og stofnaði þar hljómsveitina Gods & Monsters ásamt gítarleikaranum

Gary Lucas. Hljómsveitin varð fljótt vinsæl en ekki entist hún lengi. Jeff Buckley byrjaði sólóferil sinn á kaffi húsum og klúbum í New Yorke

og byggði upp dyggan hóp aðdáenda. Bráðlega skrifaði Jeff undir samning við Columbia Records og gaf út LIVE AT SIN-E EP í nóvember ‘93. EP

platan fékk góða dóma en ekki var hægt að miða hana við hans fullra lendar frumraun, GRACE.

Grace er talin vera ein besta frumraun tónlistarmanns í heiminum. Melódísk viðlög, klikkaðar útsetningar og tilfiningaríkir textar einkenna

þessa plötu ásamt hans rosalegu rödd. Grace hljómar líkt og Led Zeppelin blandað við texta Bob Dylan og “slæpings”-jazz hljómsetningar. Lykil

lög plötunnar eru (persónulega) Grace, Last Goodbye, og Lover, You Should’ve Come Over.

Löng eyða fylgdi í kjölfar Grace þegar Buckley samdi nýtt efni fyrir næstu plötu sína sem fékk vinnuheitið My Sweetheart, The Drunk. Jeff

Buckley byrjaði að taka upp plötuna seint að sumri 1997.

Að kvöldi til þann 29 maí 1997, ferðuðst jeff og vinir hans til Mud Island Harbor. Þar ákvað Jeff að synda í Mississippi fljóti. Hann óð út í

vatnið í fullum klæðum og nokkrum mínútum hvarf hann undir öldurnar. Aðstandendur reindu að ná sambandi við hann en alt varð fyrir ekkert. 4.

júní, sama ár, fannst líkið hans á floti nálægt Beale Street svæðinu í New Yorke. Buckley varð 30 ára.

Árið 1998 komu út safn af áður óútgefnum upptökum og fékk sú plata nafnið SKETCHES ( FOR MY SWEETHEART THE DRUNK) og tónleika platan, MYSTERT

WHITE BOY, kom út tvem árum seinna ásamt tónleika-myndbandinu LIVE IN CHICAGO. Í fyrra kom svo út platan LIVE AT L'OLYMPIA.

Helstu plötur Jeff Buckley:
Grace - 1994 ****1/2
Sketches (For My Sweetheart The Drunk) - 1998 ****
Mystery White Boy - 2000 ***
Live at L'Olympia - 2001 ****
- garsil